fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Eyjan

Lobbýisminn og beina lýðræðið

Egill Helgason
Þriðjudaginn 18. desember 2012 10:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn vandinn í stjórnkerfum heimsins eru vald lobbýista. Þetta orð er notað yfir fulltrúa stórfyrirtækja og hagsmunahópa sem reyna að hafa áhrif á stjórnmálin. Í Bandaríkjunum kveður svo rammt að þessu að lobbýistar semja heilu frumvörpin og koma þeim áfram til þingmanna. Vald þeirra er ógurlegt: Frá fyrirtækjunum og hagsmunahópunum renna peningarnir í stríðum straumum inn í stjórnmálin – uns nokkuð erfitt verður að sjá erinda hverra pólitíkusarnir ganga.

Þetta er líka til hér á landi – vandinn er bara afskaplega illa kortlagður og það er líka ákveðin feimni við að ræða þetta opinberlega. En hagsmunahópar eru mjög sterkir í íslensku samfélagi og hafa lengi verið. Það er ljóst að löggjöf sem gildir í ýmsum málum er fráleitt í samræmi við vilja almennings.

Sitthvað er hægt að gera til að bæta úr. Reglur um fjármál stjórnmálaflokka og frambjóðenda hafa verið hertar til muna – það var nauðsynlegt. Beint lýðræði – eins og það birtist til dæmis í tillögum stjórnlagaráðs – er önnur leið. Krafan um beint lýðræði er víðar uppi en hér á landi og hún er ekki ný af nálinni – einn þeirra sem hefur verið talsmaður hennar er Styrmir Gunnarsson sem hefur fjallað um íslenska pólitík lengur ern aðrir menn.

Gallinn við beina lýðræðið getur þó verið að fjölmiðlarnir fái óhófleg völd til að móta almenningsálitið. Í því sambandi getur eignarhaldið á þeim skipt miklu máli. Við sjáum til dæmis hvernig fjölmiðlar Murdochs hafa hegðað sér í Bretlandi – og fjölmiðlar Berlusconis á Ítalíu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?