fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Eyjan

Kristur dreginn inn í eitt og annað

Egill Helgason
Laugardaginn 15. desember 2012 18:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Varaþingmaður kvartan undan því að Jesús Kristur hafi verið dreginn inn í baráttu fyrir nýrri stjórnarskrá – af presti sem flutti útvarpsmessu. Til að fá þessa niðurstöðu þurfti að safna saman upplýsingar um útvarpsmessur í mörg ár.

En Jesú hefur verið dreginn inn í ýmislegt. Hann varð á sínum tíma partur af valdastrúktúr Rómarveldis – því var síðan fram haldið bæði í Róm og Konstantínópel. Hann var dreginn inn í krossferðir sem sumar voru býsna blóðugar. Líkneskjur af honum voru dregnar út um allan heim á tíma landvinninga Evrópumanna í Afríku og Ameríku. Hann hefur verið notaður til að blessa heri í styrjöldum – blóðbaðið í fyrri heimstyrjöld var til dæmis margblessað í nafni kristindómsins.

Kristur er notaður af hægri mönnum í Bandaríkjunum,  í Norður-Evrópu virkar hann eilítið vinstri sinnaðri. Kirkjan í Skandinavíu virkar nokkuð félagslega sinnuð – en í gamla daga var hún rakið íhald. En svo eru til söfnuðir sem hafa aðra sýn – eins og til dæmis predíkarinn sem skrifaði að Kristur væri ekki fylgjandi því að Íslendingar gengju inn í ríki „Evrópusocialisma“.

Svona er Kristur dreginn inn í ýmislegt. Og það er spurning hvort hann hefur nokkuð velþóknun á stjórnarskránni eins og varaþingmaðurinn telur að presturinn hafi sagt?

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?