fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Eyjan

Formannsefnin í Samfylkingu og fylgið sem leitar til Bjartrar framtíðar

Egill Helgason
Fimmtudaginn 13. desember 2012 23:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er athyglisverð niðurstaða úr skoðanakönnun Viðskiptablaðsins að Árni Páll Árnason njóti meira fylgis en Guðbjartur Hannesson meðal kjósenda Samfylkingarinnar.

Guðbjartur virðist vera vinsælli en Árni Páll innan þingflokksins, hann nýtur stuðnings Jóhönnu, og einnig hafa Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Oddný Harðardóttir lýst yfir stuðningi við hann.

En Guðbjartur virkar oft hikandi, hann er gegnir líka einu erfiðasta ráðherraembættinu – um þessar mundir er hann stöðugt í fjölmiðlum vegna vandræðamála. Það getur reynst honum mjög erfitt þegar kemur að kosningabaráttunni. Í stað þess að tefla fram einhverri pólitískri sýn, gæti hann þurft að standa í erfiðri umræðu um heilbrigðiskerfið.

Árni Páll er hins vegar frjáls. Honum var vikið úr ríkisstjórn – kannski var það honum til gæfu þegar öllu er á botninn hvolft. Þetta gerir honum kleift að tala frjálslega um stjórnmálaástandið og efnahagsmálin, hann þarf ekki að verja gjörðir ríkisstjórnarinnar fremur en honum sýnist.

Staða Árna er því vænlegri en á horfðist – ég held að flestir hafi talið að Guðbjartur yrði ofan á slíkri skoðanakönnun.

Á sama tíma og þessu vindur fram er verið að ganga frá framboðsmálum Bjartrar framtíðar. Jón Gnarr er að melda sig þar um borð, þó ekki endilega í sæti sem er vænlegt til þingmennsku.

En eins og staðan er virðist Björt framtíð líkleg til að taka einkum fylgi frá Samfylkingunni – maður sér hana varla taka mörg atkvæði frá Sjálfstæðisflokknum. Hún getur líka höfðað til kjósenda sem eru algjörlega óráðnir og hugsanlegt er líka að hún gæti höggvið í fylgi Framsóknar á suðvesturhorninu. Innan raða Bjartrar framtíðar starfar jú hópur Framsóknarmanna sem létu sig hverfa vegna Evrópustefnu gamla flokksins.

Árni Páll gæti hugsanlega breytt einhverju um flótta Samfylkingarkjósenda yfir til Bjartrar framtíðar, en Guðbjartur myndi ekki gera það. Það er eftirtektarvert að Guðbjartur nýtur mun meira fylgis meðal kjósenda VG en Árni Páll, en kemur kannski ekki á óvart.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinsældir Trump minnka – Þær minnstu á kjörtímabilinu

Vinsældir Trump minnka – Þær minnstu á kjörtímabilinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Helgi Seljan kom Guðlaugi í opna skjöldu – Ber við minnisleysi um sína eigin skýrslu

Helgi Seljan kom Guðlaugi í opna skjöldu – Ber við minnisleysi um sína eigin skýrslu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum