fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Eyjan

Allsnægtir og örbirgð í Bandaríkjunum

Egill Helgason
Fimmtudaginn 13. desember 2012 12:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpið sýndi í gær stórmerkilega og hrollvekjandi mynd um fátækt í Bandaríkjunum.

Myndin sýndi hvernig moldrík yfirstétt tekur til sín stöðugt meira af þjóðartekjum Bandaríkjanna. Hún á stjórnmálin með húð og hári. Það stjórnarfyrirkomulag kallast plútókratí – eða auðræði. Auðstéttin stendur á móti öllum tilraunum til að leggja á hana meiri skatta – og henni finnst hún eiga forréttindi sín skilin.

Á móti þessu býr mikill fjöldi fólks á fátæktarmörkum. Lágstéttarfólk hefur litla möguleika á að komast í skóla sem gætu tryggt því betri atvinnu og betri kjör. Láglaunastörf eru svo illa borguð að fólk sem sinnir þeim þarf að reiða sig á matargjafir í gegnum kerfi matarmiða. Félagslegur hreyfanleiki er þannig mjög lítill í Bandaríkjunum – sem gengur algjörlega í berhögg við það sem átti að felast í ameríska draumnum svokölluðum. Stjórnmálamenn sem lúta boðum auðstéttarinnar vilja helst gera út af við það litla velferðarkerfi sem þó er – í myndinni voru sýnd ansi sérstæð brot úr viðtali við einn helsta gúrú þeirra, Ayn Rand.

Myndina má sjá hér á vef Ríkisútvarpsins – það eru þó einungis notendur á Íslandi sem geta séð hana.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinsældir Trump minnka – Þær minnstu á kjörtímabilinu

Vinsældir Trump minnka – Þær minnstu á kjörtímabilinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Helgi Seljan kom Guðlaugi í opna skjöldu – Ber við minnisleysi um sína eigin skýrslu

Helgi Seljan kom Guðlaugi í opna skjöldu – Ber við minnisleysi um sína eigin skýrslu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum