fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Eyjan

Ótrúleg skattaundanskot stórfyrirtækja

Egill Helgason
Mánudaginn 3. desember 2012 11:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvað á að gera við stórfyrirtæki sem mikill fjöldi fólks verslar við en notar öll brögð til að komast hjá því að greiða skatta?

Er það í raun ekki búið að segja samfélaginu stríð á hendur?

Ný skýrsla sem hefur verið gerð fyrir breska þingið leiðir í ljós að stórfyrirtæki á borð við Google, Amazon og Starbucks nota flóknar bókhaldsaðferðir til að forðast skattgreiðslur. Helsta leiðin er að vera með reikningsskil í dóttur- og hiðarfyrirtækjum sem eru staðsett víða um heim – þetta er heldur ekki óþekkt á Íslandi.

Auðvitað er þetta alþjóðlegt vandamál sem þarf að taka miklu fastar á.

Skýrslan hefur vakið mikla reiði í Bretlandi, enda eru háar fjáræðir í húfi – svo ekki sé talað um siðferðishlið málsins. Í henni kemur meðal annars fram að munurinn á því sem breska skattstofan hefur ætlað að fyrirtæki eigi að greiða í skatt og þess sem í rauninni skilar sér eru 32 milljarðar punda. Það er næstum helmingurinn af því sem Bretar eyða í skólamál.

Um þetta má lesa í grein eftir Jackie Ashley í Guardian.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi