fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Skortur á skapandi hugsun í Evrópu

Egill Helgason
Fimmtudaginn 22. nóvember 2012 10:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Timothy Garton-Ash, höfundur fjölda bóka um alþjóðamál og þá sérstaklega Evrópu, skrifar grein í Guardian þar sem hann líkir Bretlandi við skrifstofumann sem stendur á syllu háhýsis og getur ekki ákveðið hvort hann á að stökkva – sumir hrópa á hann að bíða, aðrir kalla: Stökktu, stökktu!

Ash er að skrifa um ástandið í Evrópusambandinu, en David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, er undir miklum þrýstingi um að ganga úr ESB. Íhaldsflokkur hans stendur illa í skoðanakönnunum og nokkurt fylgi leitar til UKIP, sjálfstæðisflokks Bretlands.

Garton-Ash segir að í Evrópu sé skortur á skapandi hugsun. Á meginlandinu snúist öll umræðan um dýpri samruna í efnahagsmálum, en þar verði Bretland ekki með í fyrirsjáanlegri framtíð, en í Bretlandi séu allir skíthræddir við evróskeptíkera og götublöð sem haldi uppi linnulausum áróðri gegn ESB, oft á mjög hæpnum forsendum og af litlu tilefni.

Greinarhöfundurinn segir að Evrópa þurfi að hafa fleiri en einn kjarna, hún geti ekki bara hverfst um evruna og Þýskaland, heldur þurfi líka að reka utanríkis- og öryggisstefnu og þar sé Þýskaland ófært um að leiða. Þar gæti Bretland haft mikið hlutverk, segir Ash.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi