fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Rattle lýkur lofsorði á Hörpu

Egill Helgason
Miðvikudaginn 21. nóvember 2012 07:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónleikar Berlínarfílharmóníunnar í Hörpu í gær ollu engum vonbrigðum. Hljómsveitin var í einu orði sagt stórkostleg. Hún er í rauninni eins og stórt hljóðfæri í höndum hljómsveitarstjórans, sumir myndu segja vél, en um leið er mikil spilagleði í sveitinni – maður fylgist með einstaka hljóðfæraleikara og það er eins og hann sé á fullu að tjá sig persónulega innan þessa stóra ramma.

Annar eins tónlistarflutningur hefur líklega aldrei heyrst á Íslandi, enda stóðu áhorfendur upp í lok tónleikanna og fögnuðu ákaft.

Stjórnandi Berlínarfílharmóníunnar, Sir Simon Rattle, er breskur. Hann varð frægur þegar hann reif upp sinfóníuhljómsveit Birmingham á sínum tíma og gerði hana að einni athyglisverðustu hljómsveit í heimi. Hann tók við Berlínarfílharmóníunni sem aðalstjórnandi 2002 – eitt sérkenni hljómsveitarinnar er að hún fær sjálf að kjósa um aðalhljómsveitarstjórann. Þetta er merkilegt fyrirkomulag, Rattle var síðast endurkjörinn 2008.

Eftir tónleikana lauk Rattle miklu lofsorði á Hörpu. Hann sagði í stuttri ræðu að hljómsveitin myndi fara út í heim og segja frá því að Íslendingar hefðu eignast frábært tónleikahús. Ég náði svo að eiga nokkur orð við hann, hann virtist vera í skýjunum og sagði: „What a place! What a place!“ Hvílíkur staður!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi