fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Skáldsagnajólin miklu

Egill Helgason
Mánudaginn 19. nóvember 2012 16:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það lítur út fyrir að verði gríðarlegt framboð af íslenskum skáldsögum fyrir þessi jól – kannski offramboð. Ég veit um rithöfunda sem óttast að týnast í flóðinu. Það geta ekki allir fengið sömu athyglina.

Bókamarkaðurinn hérna einkennist af gríðarlegri bóksölu um jólin, en jafnframt er stundum eins og bækur séu einnota jólavarningur. Nýútkomnar bækur eru settar á útsölur eftir jól. Þá minnkar mikið áhuginn á umfjöllun um þær í fjölmiðlum, höfundar og útgefendur vilja koma sínum bókum að fyrir jólin – það er ekki nema eðlilegt. En fyrir vikið getur bókmenntaumfjöllunin orðið hálfgert færiband.

En fjöldi skáldsagnanna er ekki bara mikill, heldur eru þær margar góðar – og eiga skilið langa lífdaga. Ég hef meðal annars náð að lesa skáldsögur eftir Eirík Örn Norðdahl, Gyrði Elíasson, Auði Jónsdóttur, Álfrúnu Gunnlaugsdóttur, Þórarin Eldjárn, Einar Kárason, Ólaf Gunnarsson, Kristínu Ómarsdóttur og Kristínu Marju Baldursdóttur – og svo Ariasman eftir Tapio Koivukari, hún telst nánast vera íslenskt verk. Þetta eru flest góðar bækur – sumar framúrskarandi.

Ég er að lesa Böðvar Guðmundsson og Steinunni Sigurðardóttur.

Og á borðinu hjá mér er stafli með eftirtöldum höfundum: Einari Má Guðmundssyni. Kristínu Eiríksdóttur, Pétri Gunnarssyni, Eyrúnu Ingadóttur, Kristínu Steinsdóttur og Braga Ólafssyni.

Enn er ekki ljóst hverjar af þessum bókum eiga eftir að skera sig úr varðandi sölu. Það skýrist varla fyrr en í desember. Tilnefningar til íslensku bókmenntaverðlaunanna verða kynntar þá fyrst í mánuðinum og kunna að hafa einhver áhrif. En það er hætt við að sumir titlar fari fyrir ofan garð og neðan í svona ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást