fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Eyjan

Hafnarfjarðarkratar og stuðningur þeirra

Egill Helgason
Fimmtudaginn 8. nóvember 2012 16:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einu sinni var staðan þannig hjá krötum að þótti sjálfsagt að Hafnfirðingur væri í efsta sæti í því sem kallaðist Reykjaneskjördæmi.

Því Hafnarfjörður var kratabærinn – kratar voru hvergi sterkari en þar.

Reyndar er það svo að kratar stjórna nú í Hafnarfirði – en þeir gera ekki lengur tilkall til forystu í landsmálapólitíkinni.

Flokkurinn heitir reyndar Samfylking nú, ekki Alþýðuflokkur.

Fulltrúi Hafnarfjarðarkratanna, Lúðvík Geirsson, kemur úr Alþýðubandalaginu – þar eru þau líka upprunnin sem berjast um efsta sætið á listanum í kjördæminu, Árni Páll Árnason og Katrín Júlíusdóttir.

Lúðvík er ekki í þeirri baráttu, hann lætur sér nægja sæti neðar á listanum.

En forystumenn Hafnarfjarðarkratanna hafa ákveðið að styðja Katrínu – eins og sjá má á grein sem birtist í Fréttablaðinu í gær.

Í gamla daga voru það reyndar Hafnarfjarðarkratar á borð við Emil Jónsson og Guðmund Í. Guðmundsson sem áttu mikið samstarf við Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórnum. Nú er það hins vegar Árni Páll sem er miklu líklegri til að taka upp samvinnu við Sjálfstæðismenn – Katrín er handgenginn Jóhönnu Sigurðardóttur sem vill ekki vera með íhaldinu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir Valhöll til sölu

Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir Valhöll til sölu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nýjar ógnir og nýtt RÚV

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nýjar ógnir og nýtt RÚV
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennafrídagurinn breytti öllu

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennafrídagurinn breytti öllu