fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
Eyjan

Hafnarfjarðarkratar og stuðningur þeirra

Egill Helgason
Fimmtudaginn 8. nóvember 2012 16:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einu sinni var staðan þannig hjá krötum að þótti sjálfsagt að Hafnfirðingur væri í efsta sæti í því sem kallaðist Reykjaneskjördæmi.

Því Hafnarfjörður var kratabærinn – kratar voru hvergi sterkari en þar.

Reyndar er það svo að kratar stjórna nú í Hafnarfirði – en þeir gera ekki lengur tilkall til forystu í landsmálapólitíkinni.

Flokkurinn heitir reyndar Samfylking nú, ekki Alþýðuflokkur.

Fulltrúi Hafnarfjarðarkratanna, Lúðvík Geirsson, kemur úr Alþýðubandalaginu – þar eru þau líka upprunnin sem berjast um efsta sætið á listanum í kjördæminu, Árni Páll Árnason og Katrín Júlíusdóttir.

Lúðvík er ekki í þeirri baráttu, hann lætur sér nægja sæti neðar á listanum.

En forystumenn Hafnarfjarðarkratanna hafa ákveðið að styðja Katrínu – eins og sjá má á grein sem birtist í Fréttablaðinu í gær.

Í gamla daga voru það reyndar Hafnarfjarðarkratar á borð við Emil Jónsson og Guðmund Í. Guðmundsson sem áttu mikið samstarf við Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórnum. Nú er það hins vegar Árni Páll sem er miklu líklegri til að taka upp samvinnu við Sjálfstæðismenn – Katrín er handgenginn Jóhönnu Sigurðardóttur sem vill ekki vera með íhaldinu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Lánlítil stjórnarandstaða – ætlar aftur í slag gegn þjóðinni

Orðið á götunni: Lánlítil stjórnarandstaða – ætlar aftur í slag gegn þjóðinni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Brynhildur Guðmundsdóttir tekur við sem forstjóri Daga hf.

Brynhildur Guðmundsdóttir tekur við sem forstjóri Daga hf.
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?