fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
Eyjan

Veðurslýðskrum

Egill Helgason
Miðvikudaginn 7. nóvember 2012 21:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Þór Guðjónsson er manna fróðastur um veðurfar. Hann heldur úti bloggsíðu sem kallast Allra veðra von.

Í dag skrifar Sigurður dálítið meinlega grein þar sem hann fjallar um „veðurslýðskrum á Alþingi“.

Sigurður segir:

„Innanríkisráðherra segir ósatt þegar hann fullyrðir á Alþingi að enginn hafi spáð fyrir um um óveðrið í  september. Sannleikurin er sá að veðrinu var spáð  í marga daga. Vindhraði var mjög nærri lagi. Hins vegar varð aðeins kaldara en gert var ráð fyrir og það munaði því að snjóaði fremur en rigndi. Og hitamunurinn sem þarna skilur á milli er afar lítill og ekki hlaupið að því að sjá fyrir öll smáatriði. En margra daga óveðurspá hefði ekki átt að fara framhjá mönnum.  

Reyndar var snjókoman sums staðar nyrðra sú mesta að snjódýpt sem vitað er um fyrri hluta septembermánaðar. Sjaldgæft veður. 

Það er ótrúlega ósvífið og hrokafullt, en fyrst og fremst ósatt, að láta þá yfirlýsingu frá sér fara á sjálfu Alþingi að enginn hafi spáð fyrir um óveðrið. Þvert ofan í staðreyndir.

Þetta er veðurslýðskrum af versta tagi.

Ekki bætir svo úr skák og eykur ekki traustið á Alþingi að svo virðist af fréttum sem ekki einn einasti þingmaður hafi gert athugasemdir við þetta en fremur tekið í sama streng.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Lánlítil stjórnarandstaða – ætlar aftur í slag gegn þjóðinni

Orðið á götunni: Lánlítil stjórnarandstaða – ætlar aftur í slag gegn þjóðinni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Brynhildur Guðmundsdóttir tekur við sem forstjóri Daga hf.

Brynhildur Guðmundsdóttir tekur við sem forstjóri Daga hf.
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?