fbpx
Þriðjudagur 29.júlí 2025
Eyjan

Ég sótti ekki heldur um

Egill Helgason
Þriðjudaginn 30. október 2012 16:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV skýrir frá því að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hafi ekki sótt um starf dagskrárstjóra hjá Rúv.

Það eru mikil tíðindi, 320 þúsund aðrir Íslendingar sóttu ekki um. Þar á meðal ég – ég sótti ekki um.

Ég sótti reyndar um þetta starf fyrir tveimur árum, þá var það reyndar í algjöru bríaríi. Ég held ég hefði ekki þáð það hefði mér staðið það til boða.

Sem það gerði ekki.

Ég get varla ímyndað mér vanþakklátara starf. Dagskrárstjóri þarf að koma saman sjónvarpsdagskrá úr þeim litlu peningum sem hann hefur að moða. Til hans leitar margt fólk með hugmyndir, að sjálfsögðu misgóðar, hann þarf að segja nei við langflesta.

Það er varla skemmtilegt.

Það er ekkert sérlega vinsælt að benda á það, en við Íslendingar erum örþjóð. Norðmenn eru til dæmis fimmtán sinnum fjölmennari en við. Allt Ísland er ekki miklu fjölmennara en Bergen. Við höldum samt furðulegum dampi í menningunni, gerum kvikmyndir, gefum út furðulega margar bækur, leiklist dafnar ágætlega, tónlistarlíf er með blóma, hér koma enn út nokkur dagblöð – hvað sem framtíðin kann að bera í skauti sér varðandi þau.

Það er ekkert mont að segja að fáar þjóðir hafi meiri menningarlegan metnað en Íslendingar. Og það er ekki síst þessi menningarlegi metnaður sem gerir okkur að þjóð sem getur borið höfuðið nokkuð hátt. (Í þessu sambandi má benda á viðtal sem ég tók við Ágúst Einarsson um menningarhagfræði í síðasta Silfri.)

Og svo er það Ríkisútvarpið. Það heldur úti þremur stöðvum, Rás eitt og Rás 2 í útvarpi og svo sjónvarpinu. Því ber líka skylda til að varðveita mikið af þessu efni, það er afar mikilegt fyrir sögulega varðveislu. En mér þykir fjarska líklegt að RÚV hafi úr svona fimmtán sinnum minni tekjum að spila en NRK í Noregi. Samt eru kröfurnar sem gerðar eru til okkar sem þarna vinnum ekki miklu minni.

Ég ætla að nefna þættina mína tvo, Silfur Egils og Kiljuna. Við erum þrjú sem störfum við þessa þætti að staðaldri, ég, pródúsentinn Ragnheiður Thorsteinsson og aðstoðarkonan Halldóra Ingimarsdóttir.

Ég efast um að í mörgum löndum væri svo fátt fólk bak við svo mikið efni. En svoleiðis er það á Íslandi – metnaðurinn er til staðar en efnin eru miklu minni en jafnvel á hinum nokkuð smáu Norðurlöndum.

Maður fer svo ekkert með samanburðinn til Bandaríkjanna til dæmis. Fólk sem ég þekki var að vinna við gerð bandarískra kvikmynda sem voru teknar á Íslandi í sumar. Það segir að stundum hafi verið allt að 200 manns á settinu – við gerð sambærilegra mynda á Íslandi væru þeir varla nema tveir tugir.

En þá væri fólk líka hlaupandi í alls konar störf, í svona litlu samfélagi er það sérhæfingin sem oft verður út undan – sem getur bæði verið gott og slæmt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr tjáir sig um besta vininn – „Vekur gjarnan aðdáun og áhuga hjá fólki“

Jón Gnarr tjáir sig um besta vininn – „Vekur gjarnan aðdáun og áhuga hjá fólki“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilhjálmur vill vísa árásármanni Eyþórs úr landi – „Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar“

Vilhjálmur vill vísa árásármanni Eyþórs úr landi – „Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Aðdáun á fornköppum

Björn Jón skrifar: Aðdáun á fornköppum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Þingmaður Sjálfstæðisflokksins erfingi milljarða og lítur niður á þá sem minna eiga

Orðið á götunni: Þingmaður Sjálfstæðisflokksins erfingi milljarða og lítur niður á þá sem minna eiga
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmar Guðmundsson: Veit ekki hvað formaður Sjálfstæðisflokksins er að fara með hótunum sínum – hér urðu valdaskipti

Sigmar Guðmundsson: Veit ekki hvað formaður Sjálfstæðisflokksins er að fara með hótunum sínum – hér urðu valdaskipti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Tóm leiðindi

Óttar Guðmundsson skrifar: Tóm leiðindi