fbpx
Þriðjudagur 29.júlí 2025
Eyjan

Gasstöðin og Hlemmurinn

Egill Helgason
Laugardaginn 27. október 2012 23:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég leyfi mér stundum að taka myndir af Fésbókarsíðunni 101Reykjavík.

Hér er ein, hún sýnir gömlu Gasstöðina við Hlemm – þá sömu og Megas söng um í einu af sínum snjöllustu lögum.

Gasstöðin starfaði frá 1910 til 1956 – stuttu eftir það var hún rifin og um 1970 reis þarna Lögreglustöðin.

Gasstöðin virðist hafa verið nokkuð falleg bygging, hið sama verður ekki sagt um Lögreglustöðina.

Hlemmur er hálfgert vandræðasvæði í skipulagi Reykjavíkur. Þangað ganga strætisvagnar, en brátt stendur til að breyta því og setja aðalskiptistöðina út á BSÍ. Torgið og svæðið þar í kring er sérstaklega óaðlaðandi – það er næstum hægt að tala um slömm í því sambandi.

Þeirri hugmynd hefur verið kastað fram að setja niður bændamarkað á Hlemmi – það yrði þá að vera bændamarkaður í víðum skilningi þar sem gætu þrifist alls kyns litlar búðir sem selja gæðamatvæli.

Á miðjum Hlemminum stendur hin hræðilega ljóta skiptistöð strætisvagagnanna, hús sem er eins og hannað fyrir félagsleg vandamál, dimmt og drungalegt.

Myndi hugmyndin vera að setja markaðinn niður í því – eða er kannski einfaldast að rífa húsið og setja upp léttara og bjartara mannvirki?

En ef þessi hugmynd yrði að veruleika er eins víst að svæðið myndi njóta þess – við austurhlið Hlemmsins stendur feikilega stórt hús, þar er til dæmis vannýtt rými sem áður var útibú Búnaðarbankans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr tjáir sig um besta vininn – „Vekur gjarnan aðdáun og áhuga hjá fólki“

Jón Gnarr tjáir sig um besta vininn – „Vekur gjarnan aðdáun og áhuga hjá fólki“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilhjálmur vill vísa árásármanni Eyþórs úr landi – „Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar“

Vilhjálmur vill vísa árásármanni Eyþórs úr landi – „Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Aðdáun á fornköppum

Björn Jón skrifar: Aðdáun á fornköppum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Þingmaður Sjálfstæðisflokksins erfingi milljarða og lítur niður á þá sem minna eiga

Orðið á götunni: Þingmaður Sjálfstæðisflokksins erfingi milljarða og lítur niður á þá sem minna eiga
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmar Guðmundsson: Veit ekki hvað formaður Sjálfstæðisflokksins er að fara með hótunum sínum – hér urðu valdaskipti

Sigmar Guðmundsson: Veit ekki hvað formaður Sjálfstæðisflokksins er að fara með hótunum sínum – hér urðu valdaskipti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Tóm leiðindi

Óttar Guðmundsson skrifar: Tóm leiðindi