fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Eyjan

Ég fer að sjá Bond, þrátt fyrir…

Egill Helgason
Miðvikudaginn 24. október 2012 15:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég mun eins og milljónir annarra jarðarbúa fara og sjá nýju Bondmyndina í bíó.

Og ég mun skemmta mér svona ágætlega – svona fram að lokaatriðunum, þá svífur yfirleitt á mig höfgi. Ég veit fátt sem nær að svæfa mig betur en lokaatriði Bondmynda. Þau eru alltaf eins; það er eins og að telja kindur.

Ég mun líka fara þótt mér þyki sá frábæri leikari Daniel Craig vera einn allralélegasti Bondinn. Ég er vanari Bond sem er gamansamur og hnyttinn, með blik í auga – Craig er mæddur og þunglyndislegur.

Ég mun líka fara þótt kvikmyndin sé nánast ein samfelld auglýsing fyrir alls kyns varning. Bond drekkur Heineken bjór í myndinni – fyrirtækið borgar 28 milljónir punda fyrir það. Þetta kallast á ensku product placement en á fegruðu máli auglýsingaiðnaðarins er farið að tala um brand integration. Semsagt að einhver vara sé beinlínis partur af verkinu, en ekki bara dót sem er verið að pranga upp á fólk.

Er Bondlegt að drekka Heineken? Nei, varla. En það er spursmál um milljónir og aftur milljónir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Að vera eða ekki vera umsóknarríki

Að vera eða ekki vera umsóknarríki
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu