fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Eyjan

Hin langsóttu tengsl milli mín og Sihanouks

Egill Helgason
Föstudaginn 19. október 2012 13:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norodom Sihanouk, prins í Kambódíu, sem nú er látinn, 89 ára að aldri, var einn af þeim mönnum sem var alltaf í fréttum þegar ég var strákur.

Þetta var tími Vietnamstríðsins – upplausnin í Indókína leiddi miklar hörmungar yfir allt svæðið. Bandaríkjamenn fóru að hella sprengjum á Kambódíu til að koma í veg fyrir liðsflutninga Norður-Vietnama og Viet Cong skæruliðanna, það braust út borgarastyrjöld í landinu sem lauk með sigri Rauðu Khmeranna og skelfilegri ógnarstjórn þeirra.

Einhvern veginn lifði Sihanouk í gegnum þessa atburði – hann var stundum kóngur, stundum ekki, stundum forsætisráðherra, hann var leiðtogi útlagastjórna, um tíma var hann leppur fyrir Rauðu Khmeranna, en var í raun fangi og tókst að flýja burt.

Eftir fall þeirra varð hann aftur kóngur, það var á árunum 1993 til 2004 – en þá var hann aðeins táknræn fígúra.

Ég get ekki sagt að ég skilji alla þessa sögu. Það sem er eftirminnilegast er hið óræða bros sem alltaf lék um varir Sihanouks. Manni skilst líka af fréttum að íbúar Kambódíu syrgi þennan gamla leiðtoga sinn, þótt ferill hans hafi verið ansi brokkgengur.

En ég hef pínulítil tengsl við Sihanouk. Vinkona mín frönsk er dóttir fyrrverandi landstjóra Frakka í Kambódíu. Þar ólst hún upp, þetta var fyrir löngu, á nýlendutímanum. Og þá þekkti hún ungan prins sem líklega hefur verið fáum árum eldri en hún – það var Sihanouk.

Sihanouk þegar hann var ungur kóngur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Að vera eða ekki vera umsóknarríki

Að vera eða ekki vera umsóknarríki
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu