fbpx
Föstudagur 25.júlí 2025
Eyjan

Engar líkur á breytingum á landbúnaðarkerfinu

Egill Helgason
Miðvikudaginn 3. október 2012 15:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Þ. Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins, fjallar í leiðara um styrki til landbúnaðar á Íslandi. Þeir eru samkvæmt OECD helmingi hærri en tíðkast innan ríkja sem þar eiga aðild – styrkirnir eru um 47 prósent af tekjum bænda, en í Evrópusambandinu eru þeir að meðaltali um 20 prósent. Annað sem vekur athygli á Íslandi er að styrkirnir eru að miklu leyti framleiðslutengdir – Evrópusambandið hefur reynt að þróa styrkjakerfi sitt í átt frá því.

Kerfið er feikilega dýrt – og ekki hagkvæmt heldur.

Það eru hins vegar litlar líkur á að það breytist. Þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar tók við 2007 hugsuðu margir að þarna væri komið tækifæri til að taka til í landbúnaðarkerfinu.

Eins og allir vita fór tími ríkisstjórnarinnar í annað.

Nú er staðan þannig að varla neitt ríkisstjórnarmunstur er í kortunum sem mun hagga við þessu kerfi. Það hefur heldur ekki verið til umræðu um langa hríð, nema þá í tengslum við ESB-aðild. Forysta Bændasamtakanna er algjörlega á móti ESB, og hún hefur eignast bandamenn, sem eru kannski allir ekki ýkja hrifnir af háum landbúnaðarstyrkjum, en telja að best sé að hafa bændaforingjana með sér í liði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Aðdáun á fornköppum

Björn Jón skrifar: Aðdáun á fornköppum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Þingmaður Sjálfstæðisflokksins erfingi milljarða og lítur niður á þá sem minna eiga

Orðið á götunni: Þingmaður Sjálfstæðisflokksins erfingi milljarða og lítur niður á þá sem minna eiga