fbpx
Mánudagur 21.júlí 2025
Eyjan

Dauði stríðsbókahöfundar

Egill Helgason
Sunnudaginn 23. september 2012 20:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður gleypti í sig bækur Sven Hassel á bókasöfnum, með persónunum Lilla, Porta, Legíóneranum, Gamlingjanum og Sven, sá síðasttaldi var einhvers konar útgáfa af honum sjálfum. Á þeim árum var ekki um það að ræða að maður eignaðist svona bækur, maður fékk þær á söfnum.

Bækurnar hétu nöfnum eins og Hersveit hinna fordæmdu, Dauðinn á skriðbeltum – ég hætti að fylgjast með þegar Monte Cassino kom út. Það var snemma á áttunda áratugnum, ég datt semsagt snemma úr lesendahópnum.

Maður var svosem ekkert að pæla í því þá, það var sama hvaðan gott kom, en Hassel var víst danskur – og hafði barist með Þjóðverjum í stríðinu. Bækurnar gerðust í þýskri refsiherdeild og þær voru miklu hrjúfari og ofbeldisfyllri en stöffið eftir Alistair MacLean sem var selt í bílförmum til jólagjafa.

Maður var ekki viss um að maður mætti lesa þetta – vildi helst ekki að foreldrarnir kæmust á snoðir um hvað stæði í þessum bókum. Þetta var heldur nöturleg sýn á lífið, bækurnar voru fullar af morðingjum og illþýði – það örlaði á gæsku og hetjulund en slíkt átti frekar undir högg að sækja.

Það svo verið deilt um hvað Hassel upplifði af þessu sjálfur, það hefur verið sagt að hann hafi verið lygalaupur sem skáldaði þetta allt upp eða heyrði það frá dönskum SS-mönnum sem hann kynntist – hann hafi eytt stríðsárunum í Danmörku. En menn hafa samt velt því mikir sér hverjar af persónum hans séu raunverulegar – það má sjá á internetinu.

En nú er Hassel dáinn, í hárri elli, hann fæddist 1917 og dó í fyrradag á Spáni, en þar hafði hann búið lengi. Það er sagt að bækur hans hafi selst í meira en 50 milljónum eintaka.

Það er sagt að bækur Hassels hafi selst í meira en 50 milljónum eintaka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigmar Guðmundsson: Fundarslit Hildar Sverrisdóttur settu aukna hörku í þinglokin

Sigmar Guðmundsson: Fundarslit Hildar Sverrisdóttur settu aukna hörku í þinglokin
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við
Eyjan
Fyrir 1 viku

710 klukkustundir og 10 mínútur af þingfundum á árinu en bara 35 frumvörp af 131 samþykkt

710 klukkustundir og 10 mínútur af þingfundum á árinu en bara 35 frumvörp af 131 samþykkt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingfundur hefst kl. 10 – Þrjú mál á dagskrá fyrir sumarfrí

Þingfundur hefst kl. 10 – Þrjú mál á dagskrá fyrir sumarfrí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Til varnar Íslandssögu Jónasar frá Hriflu

Björn Jón skrifar: Til varnar Íslandssögu Jónasar frá Hriflu