fbpx
Miðvikudagur 23.júlí 2025
Eyjan

Nýjar þýskar erkitýpur

Egill Helgason
Fimmtudaginn 20. september 2012 18:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guardian er að birta greinaflokk um Þýskaland þessa dagana – Ríkið sem varð óvart stórveldi, er yfirskrift greinaflokksins.

Í einni greininni eru skilgreindar nokkrar athyglisverðar erkitýpur í þýsku samfélagi – nýjar steríótýpur, eins og segir.

Ég verð að segja að mér finnst „Reiði borgarinn“ eða Der Wutbürger einna athyglisverðastur.

Þetta er eldra fólk sem er virkilega reitt, finnst samfélagið vera að þróast á ómögulegan hátt, hefur áhyggjur af eftirlaununum sínu, af innflytjendum og spilltum stjórnmálamönnum. Tuðar yfir lötum Grikkjum.

Ég er ekki frá því að þessa týpu megi líka finna hér á Íslandi, heitið Wutburger er ansi gott. Það mætti kannsi auglýsa eftir góðri íslenskun.

Önnur týpa sem er nefnd eru Píratakjósendurnir, þeir geta til dæmis verið Sozialromantiker eða Leistungsverweigerer, sósíal-rómantíkerar eða fólk sem er ósýnt um að komast áfram í lífinu. Hinn dæmigerði Píratakjósandi er karlmaður á aldrinum 18-29 ára, þokkalega vel menntaður, hann hefur eytt stórum hluta ævi sinnar við tölvu, en hann er líklega atvinnulaus að miklu leyti og nýtur einhvers fjárstuðnings að heiman – til dæmis til að borga leiguna.

Þriðja týpan sem má nefna eru Öko-góðborgarar. Þetta er fólk sem hefur góða vinnu og góð laun, en kýs að búa í gömlum hverfum í uppgerðum húsum. Það verslar í lífrænum búðum  – þar sem verðlag er dýrt – það tekur þátt í neyslusamfélaginu, eyðir vissulega peningum, en vandar sig við að velja og hafna. Það flokkar rusl og veltir fyrir sér endurnýjanlegum orkugjöfum, en róttæknin nær ekki mikið lengra en þangað.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigmar Guðmundsson: Fundarslit Hildar Sverrisdóttur settu aukna hörku í þinglokin

Sigmar Guðmundsson: Fundarslit Hildar Sverrisdóttur settu aukna hörku í þinglokin
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir