fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Eyjan

Rannsókn sýnir hættu vegna erfðabreytts maís

Egill Helgason
Fimmtudaginn 20. september 2012 08:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hafa geisað miklar deilur um mögulega skaðsemi erfðabreyttra matvæla. Deilurnar hafa verið á nokkrum plönum, það er deilt um skaðsemina fyrir heilsu manna, um áhrif á náttúruna og um félagsleg áhrif – til dæmis þegar stórfyrirtæki eru að leggja undir sig landbúnaðinn í heiminum með einkarétt á sáðkorni að vopni. Það er hinn illa þokkaði auðhringur Monsanto sem hefur einkaleyfi bæði á maísnum og illgresiseyðinum.

Í gær var birt rannsókn sem þykir marka nokkur tímamót. Í henni er sýnt fram á eitrunaráhrif af erfðabreyttum maís og illgresiseyðinum Roundup, en maísinn erfðabreytti er ónæmur fyrir honum – og því  er þetta tvennt gjarnan notað saman.

Þetta eru ekki síst mikil tíðindi vegna þess að erfðabreyttur maís er geysimikið notaður í matvælaiðnaði, allt að 80 prósent unninna matvæla í Bandaríkjunum innihalda hann.

Rannsóknin birtist í vísindatímaritinu Food and Toxicology, en hér er frásögn af henni í tímaritinu The Grocer. Þar segir:

„The world’s best-selling weedkiller, and a genetically modified maize resistant to it, can cause tumours, multiple organ damage and lead to premature death, new research published today reveals.“

Hér má líka benda á grein sem Oddný Anna Björnsdóttir skrifaði á vef mbl.is í gær. Þar er líka að finna ýmislegt ítarefni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Árvakur vill kaupa fjölmiðla Sýnar

Orðið á götunni: Árvakur vill kaupa fjölmiðla Sýnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Glæsilegur dagur íslenskra kvenna – baráttunni fyrir frelsi og réttlæti lýkur aldrei

Svarthöfði skrifar: Glæsilegur dagur íslenskra kvenna – baráttunni fyrir frelsi og réttlæti lýkur aldrei
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Laxness á náttborðinu

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Laxness á náttborðinu