fbpx
Föstudagur 25.júlí 2025
Eyjan

Meiri afskipti forsetans

Egill Helgason
Miðvikudaginn 12. september 2012 10:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekkert íslenskum lögum um að forseti eigi að grípa inn í þótt ófriðlegt sé á Alþingi – og ekki heldur þótt ríkisstjórnir reyni að koma í gegn stórum og erfiðum málum.

Lengst af hafa íslenskir forsetar ekki skipt sér af stjórnmálum.

Forseti getur sent Alþingi skilaboð um að starfshættir þess séu ekki góðir – reyndar hefðu það talist óþolandi afskipti af þingstörfum ekki fyrir svo alls löngu. Stuttu eftir að Ólafur Ragnar Grímsson tók við snupraði Morgunblaðið hann fyrir að kvarta undan vegum á Barðaströnd.

En það eru breyttir tímar og nú segist forsetinn ætla að grípa inn í ef starfshættir þingsins batni ekki – hann talar um að „kröfur hafi aukist um afskipti“ hans.

Það er ekki annað að skilja en að hann telji að forsetakosningarnar í sumar hafi veitt honum umboð til þessa – „slíkur var boðskapur margra kjósenda“ eru orð hans.

Getur þetta þýtt annað en að forsetinn sé að seilast til meiri valda – á kostnað þingsins?

Það er einkennileg staða í lýðræðisríki þar sem er gamalgróin þingræðishefð. Það hlýtur að vera nauðsynlegt að hraða breytingum á stjórnarskrá svo hún taki af öll tvímæli um þessi efni – í hvora áttina sem er.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Aðdáun á fornköppum

Björn Jón skrifar: Aðdáun á fornköppum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Þingmaður Sjálfstæðisflokksins erfingi milljarða og lítur niður á þá sem minna eiga

Orðið á götunni: Þingmaður Sjálfstæðisflokksins erfingi milljarða og lítur niður á þá sem minna eiga