fbpx
Laugardagur 26.júlí 2025
Eyjan

Framsókn gegn nýjum Landspítala?

Egill Helgason
Þriðjudaginn 4. september 2012 09:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem ég hitti stundum á förnum vegi fór eiginlega alltaf með sömu rulluna fyrir mig. Þingmaðurinn dauðsá eftir því að hafa samþykkt stefnu Framsóknarflokksins í heilbrigðismálum meðan flokkarnir voru saman í ríkisstjórn.

Framsókn átti heilbrigðisráðuneytið í langan tíma – þá var mótuð stefna sem byggði á mikilli miðstýringu og sameiningu sjúkrastofnana. Bygging nýs Landspítala við Hringbraut er beint framhald þessarar stefnu, enda var fyrsti yfirmaður byggingaframkvæmda þar einn helsti trúnaðarmaður flokksins í Reykjavík.

Nú virðist Framsókn ætla að snúa við blaðinu, því borist hefur fréttatilkynning frá Framsóknarfélaginu í Reykjavík þar sem byggingaáformum við Hringbraut er mótmælt – þau eru kölluð „örlagarík mistök sem stríði gegn allri skynsemi“.

Ennfremur segir að fjármagni í heilbrigðiskerfið eigi að verja í að bæta kjör og efla tækjakost, og líka að ekki megi skera niður aðra heilbrigðisþjónustu vegna „þeirrar miðstýrðu hugsunar sem þetta risaverkefni óneitanlega ber með sér“.

Það væri forvitnilegt að heyra hvað heilbrigðisráðherrar Framsóknarflokksins segja um þetta? Þau mótuðu stefnuna, ætlar flokkurinn að yfirgefa hana?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Furðar sig a gullfiskaminninu og hjólar í Guðrúnu- „Guðrún Hafsteins peddlar einhverju nöttara samsærisbulli“

Furðar sig a gullfiskaminninu og hjólar í Guðrúnu- „Guðrún Hafsteins peddlar einhverju nöttara samsærisbulli“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni – Guðrún veldur ekki verkefninu – brestur flótti á þingmenn stjórnarandstöðunnar?

Orðið á götunni – Guðrún veldur ekki verkefninu – brestur flótti á þingmenn stjórnarandstöðunnar?