fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Eyjan

Þögul miðja

Egill Helgason
Fimmtudaginn 30. ágúst 2012 08:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það virðist allt stefna í að umræðan fyrir næstu kosningar verði á mjög þjóðernislegum nótum. Flokkar munu keppast um yfirboð í þjóðernislegum anda. Sumir í stjórnarandstöðunni munu leggja allt kapp á að beina talinu að ESB, en sumir í stjórnarliðinu vilja fyrir alla muni forðast það – þeir vilja frekar tala um að Ísland sé fyrirmynd annarra þjóða í að komast út úr kreppu.

Meðan stjórnmálin eru svo þjóðernisleg fjarlægjast þau miðjuna – þar sem sagt er að kosningar ráðist. Nánast enginn stjórnmálaflokkur staðsetur sig nú þar, nema Björt framtíð. Henni verður hins vegar ekki sérlega vel ágengt – hverju sem um er að kenna.

Íslendingar eru náttúrlega furðulegir, þeir hafa ekkert traust á stjórnmálum, það mælist í kringum tíu prósent, en samt ætla þeir unnvörpum að kjósa gömlu flokkana í næstu kosningum.

Ein tilgátan gæti svo verið sú að miðjan sé horfin í íslenskum stjórnmálum, að hún hafi gufað upp í umróti síðustu ára. Ef ekki, þá er hún furðulega þögul.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Að vera eða ekki vera umsóknarríki

Að vera eða ekki vera umsóknarríki
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu