fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
Eyjan

Heilbrigðiskerfið: Stefnuleysi og lág laun

Egill Helgason
Laugardaginn 12. október 2013 15:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það kemur afar lítið út úr umræðu um heilbrigðismálin ef á að fara að deila um hvaða ríkisstjórn er verst við spítalana.

Staðreyndin er sú að heilbrigðiskerfið hefur lengi verið að sigla inn í kreppu – og fyrir því eru nokkrar meginástæður.

Alls staðar í heiminum reyna menn að stemma stigu við útgjöldum til heilbrigðismála. Ef ekki farið að gát, geta þau vaxið mjög hratt á skömmum tíma. Kröfurnar verða sífellt meiri, það koma fram dýr lyf, tækin verða sífellt flóknari og dýrari.

Hér á Íslandi hefur verið rekin stefna sem byggir á mikilli miðstýringu í heilbrigðiskerfinu. Hún á rót nokkuð langt aftur í tímanum, allt frá árum ríkisstjórna Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks á árunum upp úr 1995.

Kórónan á þessari stefnu átti að vera bygging nýja Landspítalans. Nú virðast menn hafa horfið frá henni, að minnsta kosti í bili. Og þá er eins og stefnuleysið sé algjört.

Á að láta nægja að lappa upp á gamla spítalann, á að snúa við og fara út í að efla sjúkrastofnanir úti á landi? Hvað með heilsugæsluna, hversu lengi ætla menn að sætta sig við ófremdarástandið sem þar ríkir og lýsir sér í því að mikill fjöldi fólks hefur ekki heimilislækni?

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur nefnt að rétt sé að nota kosti einkarekstrar í heilbrigðiskerfinu, en það virðist vera hálfgert bannorð. Samt er ekki verið að ræða um annað en að ríkið sé áfram kaupandi þjónustunnar. Þetta fyrirkomulag er til hér á landi, en í nágrannalöndum það útbreitt, og það í löndum sem halda uppi sterku velferðarkerfi.

Það er enginn að tala um kerfi þar sem fólk getur „keypt sig fram fyrir“.

Hinn megin vandinn tengist svo almennu ástandi í samfélaginu, það eru ekki til nógir peningar. Ísland er láglaunaland í samanburði við nágrannaþjóðir og það bitnar ekki síður á læknum en öðrum. En lækna er ekki hægt að setja í átthagafjötra og í raun er ekki hægt að álasa þeim fyrir að leita betri lífskjara erlendis eða snúa ekki heim að sérnámi loknu. Það verður hver að eiga við sig.

En eins og segir í upphafi greinarinnar, þetta er ekki nýr vandi og engin leið að kenna einni ríkisstjórn eða einstökum stjórnmálamönnum um, heldur hafa menn verið ófærir um að móta alvöru stefnu í heilbrigðismálum sem gæti dugað til framtíðar.

633436

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hætt sem þingflokksformaður

Hildur hætt sem þingflokksformaður
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sleggjudómar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sleggjudómar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Arnar Þór afhjúpar af hverju svo margir hægri menn studdu Katrínu – „Þetta var bara svona vá fyrir mér“

Arnar Þór afhjúpar af hverju svo margir hægri menn studdu Katrínu – „Þetta var bara svona vá fyrir mér“