fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
Eyjan

Út í Eyjar, braggabúar, Vince Vaughn í skýjunum

Egill Helgason
Miðvikudaginn 9. október 2013 09:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Kiljunni í kvöld förum við út í Vestmannaeyjar með Eddu Andrésdóttur sjónvarpskonu. Edda hefur skrifað bók sem nefnist einfaldlega Út í Eyjar og hefur að geyma minningar hennar frá því hún var ung stúlka hjá ömmu sinni í Eyjum. Það var í Kirkjubæ, rétt hjá þar sem eldsprungan opnaðist í janúar 1973, staðurinn hvarf fljótt undir hraun.

Edda kom þá út í Eyjar sem ung blaðakona á Vísi og var þar löngum á tíma eldgossins.

Við fjöllum um endurútgáfu á grundvallarriti um Reykjavíkursögu. Þetta er bókin Undir bárujárnsboga eftir Eggert Þór Bernharðsson, en þar er sögð sagan af braggahverfunum sem voru víða um Reykjavík frá því í stríðinum og fram á sjöunda áratuginn. Það var löngum litið niður á fólkið sem bjó í bröggunum, það var jafnvel kallað braggalýður, en margt af því var einfaldlega venjulegt fólk sem var í húsnæðishallæri.

Við heyrum í ungum rithöfundi, Halldór Armand Ásgeirssyni, sem er að senda frá sér sína fyrstu bók, skáldverk sem nefnist  Vince Vaughn í skýjunum. Skáld- og leikkonan Halla Margrét Jóhannesdóttir flytur okkur ljóð.

Gagnrýnendur þáttarins fjalla um þrjár bækur, Glansmyndasafnarana eftir Jóanes Nielsen, einn helsta rithöfund Færeyja, ljóðasafn Nóbelsskáldsins Tomas Tranströmer og nýja ljóðabók Eiríks Arnar Norðdahl.

Bragi setur svo punkt eins og endranær.

Saevar_1

Sum braggahverfin voru inni í miðjum bæ, svo var til dæmis um kampinn á Skólavörðuholti. Hann stóð þar sem kirkjan er nú. Á þessari loftmynd má líka greina Austurbæjarskólann, safn Einars Jónssonar og styttuna af Leifi Eiríkssyni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hætt sem þingflokksformaður

Hildur hætt sem þingflokksformaður
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sleggjudómar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sleggjudómar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Arnar Þór afhjúpar af hverju svo margir hægri menn studdu Katrínu – „Þetta var bara svona vá fyrir mér“

Arnar Þór afhjúpar af hverju svo margir hægri menn studdu Katrínu – „Þetta var bara svona vá fyrir mér“