fbpx
Sunnudagur 07.september 2025
Eyjan

Guð blessi Ísland–dagurinn

Egill Helgason
Sunnudaginn 6. október 2013 16:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er í raun dagurinn í dag 6. október sem er mesti tímamótadagurinn í sambandi við hrunið 2008. Það var þá að Geir H. Haarde forsætisráðherra kom í sjónvarpið og hélt ræðuna frægu sem endaði á orðunum Guð blessi Ísland.

Þetta eru frægustu orð hrunsins, það er ekki oft á Íslandi að stjórnmálamenn kveða sér hjóðs í sjónvarpi um miðjan dag á mánudegi og ákalla Guð.

Í raun væri eðlilegast að kalla þetta Guð blessi Ísland–daginn. Að þannig verði þessa minnst í framtíðinni.

Það má velta fyrir sér frá ýmsum hliðum hvernig okkur hefur tekist að spila úr þessu öllu, Andri Geir Arinbjarnarson óttast að það taki Íslendinga 25 ár að vinna sig úr hruninu, ég birti fyrr í dag tilvitnun í Huga Ólafsson þar sem er talað um vandann í bókhaldi Íslendinga.

Lára Hanna vekur athygli á brotum sem hún klippti saman úr Silfri Egils frá þessum tíma, það er 5. október. Þar var ýmislegt sagt.

Við sem lifðum þessa daga gleymum þeim sjálfsagt seint – og þetta er sterkasta táknmyndin. Þungbúinn forsætisráðherra að segja þjóðinni að allt sé að hrynja – eftir að hafa reynt að telja okkur trú um annað í langan tíma.

Annars er ekki mikil ástæða til að vera með miklar upprifjanir um hrunið – það er óþarfi að rifja upp atburði sem eru enn að gerast.

geir1

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Kvendjöflar og breyskar hetjur

Björn Jón skrifar: Kvendjöflar og breyskar hetjur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?