fbpx
Sunnudagur 07.september 2025
Eyjan

Allt í blóma – og rugli

Egill Helgason
Sunnudaginn 6. október 2013 12:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hugi Ólafsson skrifar á Facebook eftirfarandi athugasemd sem tengist bók Heiðars Más Guðjónssonar, en hún nefnist Norðurslóðasókn – Ísland og tækifærin.

Hugi stillir veruleikanum á Íslandi upp á mjög athyglisverðan hátt:

„Miðað við stóraukna auðlindanýtingu og verðmæti afurða hennar ættu lífskjör Íslendinga að hafa þrefaldast á síðustu 15 árum að mati Heiðars Más Guðjónssonar. Það hljómar ótrúlega en gæti vel verið nærri sanni. Raunhagkerfið hér gengur nefnilega blússandi vel. Þorskstofninn er stöðugur og stækkandi. Makríll flæðir um lögsöguna og túrhestar um landið. Mesta aukning ferðamanna í Evrópu er hér. Raforkuframleiðsla hefur þrefaldast á síðustu 15 árum. Álframleiðsla fjórfaldast. Atvinnuleysi er með því minnsta sem þekkist í Evrópu, atvinnuþátttaka mikil og vinnuvika löng. Frumkvöðlastarf telst hvergi meira í Evrópu og sköpun er í blóma í atvinnulífi og menningu.

Eiginlega er flest hér eins og best verður á kosið nema eitt – bókhaldið yfir þetta allt saman. Það er líka í slíku forátturugli, að líklega er þar um enn eitt Evrópumetið að ræða. Bullandi vöxtur í raunheimum fer saman við heimtingu á endalausri beltisherðingu og skuldaok ríkis, heimila og heiðarlegs atvinnurekstrar. Auðvitað er þetta að mestu sögulegur vandi, frá því að nokkrum óligörkum voru afhent bókhaldsvöldin á Íslandi og þeir skrifuðu raunverðmæti á sjálfa sig og hjálparkokka og delluskuldir á okkur hin.

En er þessi vandi úr sögunni? Erfitt er að sjá að skrúfað hafi verið fyrir blæðinguna í fjármálakerfinu; frekar er krafist hagræðingar í Blóðbankanum. Hér er grískt bókhald í norsku raunhagkerfi. Er kannski kominn tíma til að bjóða harðsnúnu gengi af talnaglöggum og heiðarlegum Svíum eða Svisslendingum að koma hingað og rigga upp skynsamlegu bókhaldskerfi fyrir Ísland hf? Kannski þekkir vel tengdur maður eins og Heiðar Már einhverja slíka?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Kvendjöflar og breyskar hetjur

Björn Jón skrifar: Kvendjöflar og breyskar hetjur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?