fbpx
Mánudagur 08.september 2025
Eyjan

Giap – hershöfðinginn sem sigraði stórveldi

Egill Helgason
Laugardaginn 5. október 2013 21:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líklega eru þeir ekki margir sem muna eftir Vo Nguyen Giap sem nú er látinn í hárri elli.

En Giap var afar frægur á sínum tíma, mjög áhrifamikill –  sumir myndu jafnvel telja að hann sé einn mesti hershöfðingi allra tíma.

Giap stjórnaði her í tveimur styrjöldum sem voru mikið í heimsfréttunum – í frelsisstríði Vietnama gegn Frökkum og í Vietnamstríðinu þar sem börðust herir Norður-Vietnama og skæruliðahreyfingarinnar Viet Kong gegn her Suður-Vietnams og Bandaríkjamönnum.

Í báðum styrjöldunum hafði lið Giaps sigur.

Fullnaðarsigurinn yfir Frökkum var í umsátrinu fræga um Dien Bien Puh, þar króaðist franski herinn inni og varð loks að gefast upp.

Bandaríkjamenn gáfust upp á Vietnamstríðinu 1973 og tveimur árum síðar féll Saigon. Nokkuð er deilt um hvaða hlutverk Giap lék á seinni stigum þess stríðs, en það sem hann náði að sýna fram á var að her bændaþjóðar, sem gat falist í landinu, gat haft í fullu tré við heri stórvelda. Þannig tókst herjum hans að niðurlægja bæði Frakka og Bandaríkjamenn.

Frægt er hvernig Vietnamar grófu sig ofan í jörðina ef því var að skipta. Það gerðu þeir við Dien Bien Puh og aftur í hinu mikla kerfi jarðganga sem var notað í Vietnamstríðinu.

Giap var kommúnisti, menntaður í hagfræði, lögum og stjórnmálafræði á tíma frönsku nýlenduherranna, hann naut bestu menntunar sem þeir höfðu upp á að bjóða. Hann gekk í kommúnistaflokk Vietnams 1931 – hann tileinkaði sér hernaðarfræði með því að lesa mannkynssögu, en hélt mikið upp á kínverska spekinginn Sun Tzu og rit hans um hernaðarvísindi.

Giap var 102 ára þegar hann andaðist í gær. Helst er honum legið á hálsi fyrir að hafa fórnað hermönnum án tilliti til mannslífa og hræðilegra blóðfórna. Slíkar fórnir eru þó oft hlutskipti þeirra sem berjast gegn ofurefli vopna.

General_Vo_Nguyen_Giap

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: 3-30-300 reglan

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: 3-30-300 reglan
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Umræðunni um málfrelsi komið upp á rétt plan

Orðið á götunni: Umræðunni um málfrelsi komið upp á rétt plan
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?