fbpx
Mánudagur 08.september 2025
Eyjan

Ofan í holunni…

Egill Helgason
Föstudaginn 4. október 2013 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta kvæði fer eins og eldur í sinu um Facebook. Það er ort af málfræðingnum Bjarka Karlssyni. Hann skýrir út tilurð þess neðanmáls, eins og menn sjá er það ort í tilefni af niðurskurði til byggingar Húss íslenskra fræða.

— — —

Ofan í holunni ætlað mér kannski var stæði
arfinn að varðveita, rannsaka og skrásetja fræði,
hálfvegis þegjandi, hálfvegis ómar þó kliður
heyri ég þungann í sveðjum að skera þau niður.

Híbýli vegleg úr holunni áttu að rísa
horfinna kynslóða bergmáli að miðla og lýsa,
horfinn er vélagnýr, hljótt er í ríkinu þvísa,
heyri ég burðarjálk andlegrar stöðnunar frýsa.

Kvæði mig fýsir að lesa og ljóðsandann hvessa,
leirspýjur Hjarranda finn þar í drulluvessa,
stuðlanna þrískiptu grein lít ég bögglast í brotum,
baknöguð þjóðmenning komin að niðurlotum.

Lónir í melsári pyttur úr ginnungagapi
gras dafnar hvergi, þjóðin er rekin með tapi,
sé ég hér Konungs- og Flateytjarbækurnar fljóta
fúna og gleymast – svo sægreifar arðs megi njóta.

Bókfellið velkist og þránar og þorrinn er kraftur,
þeir ætla að moka í holuna jarðvegi aftur,
„legsteinninn springur og letur hans máist í vindum,
losnar og raknar sá hnútur sem traustast vér bindum.“

Einhverjir lesendur kannast líklega við orðfæri og bragarhátt úr kvæði Jóns, frænda míns, Helgasonar, „Í Árnasafni“. Síðustu tvær línurnar eru beinlínis teknar traustataki þaðan. Jón hefði án nokkurs vafa fundið felst til foráttu málfari mínu, bragfræði og skáldamáli og kunnað því stórilla að vera notaður með þessum hætti. Hugsanlega hefði hann þó fallist á að stundum verði tilgangurinn að helga meðalið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: 3-30-300 reglan

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: 3-30-300 reglan
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Umræðunni um málfrelsi komið upp á rétt plan

Orðið á götunni: Umræðunni um málfrelsi komið upp á rétt plan
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?