fbpx
Sunnudagur 07.september 2025
Eyjan

Haustdýrð í gamla kirkjugarðinum

Egill Helgason
Fimmtudaginn 3. október 2013 20:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn uppáhaldsstaðurinn minni í Reykjavík er gamli kirkjugarðurinn við Suðurgötu, stundum kallaður Hólavallagarður – þótt mér sé það ekki tamt.

Ég er alinn upp í næsta nágrenni við kirkjugarðinn og fór að venja komur mínar þangað sem smástrákur. Stóð aldrei neinn stuggur af garðinum.

Garðurinn er eitt skýrasta dæmið um það hvernig trjágróður hefur gjörbreytt borginni – þar inni er á gamalli mynd hægt að sjá hvernig garðurinn og Melarnir litu út áður en farið var að planta trjám.

Nú er þarna gróðri vaxin vin sem hefur sinn þokka sumar, vetur, vor og haust. Leiðin eru mörg komin til ára sinna, þau kunna að vera skökk og skæld og mosavaxin en eru ennþá fallegri fyrir vikið. Hvergi miðsvæðis í borginni er að finna jafn mikinn mosa. Hann þekur líka gamla vegginn í kringum kirkjugarðinn.

Hér eru nokkrar haustlitamyndir sem ég tók i kirkjugarðinum í dag – nei, ég er enginn listaljósmyndari, þetta var bara tekið á síma. Á einni myndinni má sjá leiði Muggs, Guðmundar Thorsteinsson, sem er eitt hið fegursta í garðinum með bláleitri mósaíkmynd – hæfir heiðríkjunni sem er yfir minningu Muggs.

 

IMG_2569

 

IMG_2586

 

IMG_2601

IMG_2603

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Kvendjöflar og breyskar hetjur

Björn Jón skrifar: Kvendjöflar og breyskar hetjur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?