fbpx
Sunnudagur 07.september 2025
Eyjan

Obama og skemmdarvargarnir í Repúblikanaflokknum

Egill Helgason
Þriðjudaginn 1. október 2013 16:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dálkahöfundurinn frægi Andrew Sullivan skrifar um atburðina í Bandaríkjunum og segir að nú megi Obama alls ekki láta undan fyrir Repúblikanaflokknum.

Þeir sem ráði þar ríkjum séu engir íhaldsmenn heldur einfaldlega skemmdarvargar – vandalar.

Sullivan segir að þarna sé á ferðinni öfgafólk sem viðurkenni í raun ekki forsetann né bandaríska stjórnkerfið, það beiti í staðinn alls kyns kúgunartilburðum. Þeir hafi tapað síðustu tvennum forsetakosningum og dómsmáli fyrir Hæstarétti, en haldi samt áfram að þvælast fyrir heilbrigðisumbótum forsetans. Samt séu þær ekki róttækari en það sem forsetaframbjóðandi Repúblikana, Mitt Romney, stóð fyrir þegar hann var ríkisstjóri í Massachusetts.

Öfgarnar séu slíkar í Repúblikanaflokknum að hann sé tilbúinn að eyðileggja bæði bandaríska stjórnkerfið og valda stórskaða á efnahagskerfi heimsins, bara til að bregða fæti fyrir forsetann.

Sullivan segir að inn í þetta spili líka kynþáttahatur sem birtist í stöðugu tali um Obama sem landráðamann og svikara og ásökunum um að hann sé múslimi á fréttastöðinni Fox og í spjallþáttum í útvarpi.

Obama má ekki gefa eftir gagnvart þessari sturlun, segir Sullivan. Hann hafi hingað til spilað nákvæmlega eftir reglunum, meðan Repúblikanar hafi látið eins og slíkt sér bara fyrir bjána og aumingja, þeir velti taflborðinu um koll undir eins og staðan er þeim í óhag.

1380633347-crop-promovar-mediumlarge1

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Kvendjöflar og breyskar hetjur

Björn Jón skrifar: Kvendjöflar og breyskar hetjur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?