fbpx
Sunnudagur 07.september 2025
Eyjan

Guð sem risastórt nútímafyrirtæki

Egill Helgason
Mánudaginn 30. september 2013 15:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég er nokkuð sammála fíladelfíumanninum sem álítur að það sé heldur hallærislegt hjá borgaryfirvöldum að vera að atast í trúarsamkomunni Hátíð vonar. Þessi regnbogagjörningur á gangbrautinni við Laugardalshöll var út í hött.

Hvaðan er svona hugmynd komin?

En það verður að segjast eins og er að trú af því tagi sem þarna er boðuð er flestum Íslendingum framandi. Prédíkari af sauðahúsi Franklins Graham er frekar eins og sölumaður en kristinn klerkur. Öll umgjörðin minnir líka á sölumennsku. Og bókstafstrú eins og þarna er iðkuð er afar fjarlæg hinni mildu íslensku þjóðkirkjukristni.

Þess vegna virkaði íslenski biskupinn út úr kú þar sem hún sat við hliðina á Franklin Graham.

Það má vera að nægilega stór prósenta þjóðarinnar sé spennt fyrir svona kristindómi til að sækja slíka samkomu, aðrir hafa komið af forvitni. En almennt eru Íslendingar frjálslyndir í trúmálum.

Árni Bergmann fjallar um þetta á Facebook og segir að sé hvimleitt hvernig Grahamsamsteypan geri boðskap Jesú frá Nasaret að markaðssetningu kapítalísks stórfyrirtækis, hann rifjar upp fræga ræðu eftir Billy Graham í þessu sambandi:

„Guðs ríki er sem risastórt nútímafyrirtæki og tilgangur þess er að framleiða Fagnaðarerindi kærleikans. Guð, okkar hmneski faðir, er Eigandinn og Stjórnarformaður, Drottinn vor Jesús Kristur er aðalforstjóri og Heilagur andi fer með sölustarfið…. Guðs ríkið getur ekki starfað sem skyldi nema þið, karlar sem konur, komið með pantanir og viðskiptavin ….Við erum með bestu vöruna á markaðinum….“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Kvendjöflar og breyskar hetjur

Björn Jón skrifar: Kvendjöflar og breyskar hetjur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?