fbpx
Föstudagur 05.september 2025
Eyjan

Vesalings Ítalía

Egill Helgason
Sunnudaginn 29. september 2013 15:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hef oft velt því fyrir mér hvílík sturlun það er hjá hinni gömlu menningarþjóð Ítölum að velja Silvio Berlusconi til forystu. Það hafa fleiri gert, á því hefur verið hamrað í fjölmiðlum utan Ítalíu að maðurinn sé allsendis óhæfur sem þjóðarleiðtogi.

En Berlusconi náði að leggja undir sig fjölmiðlana á Ítalíu og hefur í gegnum þá miðlað slíkri lágkúru að það verður að teljast tilræði við menningu Ítala.

Nú riðar stjórni á Ítalíu til falls, enn einu sinni – og enn er það vegna Berlusconis. En nú hefur sturlunin náð nýjum hæðum.

Ólafur Gíslason, sem Íslendinga best þekkir til mála á Ítalíu, lýsir því svo í færslu á Facebook:

STJÓRNARKREPPA OG GLUNDROÐI Á ÍTALÍU

Það er trúlega einsdæmi í stjórnmálasögu Evrópu að dæmdur sakamaður slíti ríkisstjórn og geri löggjafarsamkomuna óvirka með tilskipunum til undirsáta sinna í eigin flokki: Í gær gaf hann út tilskipun um að þingmenn „Frelsisfólksins“ skyldu segja af sér þingmennsku, í dag að ráðherrar flokksins segðu af sér ráðherraembæti. Allt vegna þess að „valdarán“ hefði verið framið á Ítalíu þegar hann var dæmdur af hæstarétti landsins fyrir stórfelld skattsvik og kynferðislega misnotkun á konum undir lögaldri.

Fram á síðustu stundu hafa SB og flokksbræður hans haldið því fram að núverandi samsteypustjórn væri sú lífæð er gæti bjargað Ítalíu frá efnahagshruni og upplausn. Nú er blaðinu skyndilega snúið við, allt vegna þess að fyrirsjáanlega mun ekki vera meirihluti á þinginu fyrir því að það ógildi eigin lög um að dæmdir sakamenn hafi ekki kjörgengi til þings. Napolitano forseti segist munu leita leiða til að mynda nýjan meirihluta á þingi, áður en hann opnar fyrir þann hildarleik sem er fyrirsjáanlegur í komandi kosningum, þar sem einkamál dæmds sakamanns munu sett ofar vandamálum ríkis sem er á barmi þjóðargjaldþrots.

 
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur tekinn við af Hildi

Ólafur tekinn við af Hildi
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Rétt mál, herre gud!

Svarthöfði skrifar: Rétt mál, herre gud!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð