fbpx
Föstudagur 05.september 2025
Eyjan

Gísli Marteinn og hatursstjórnmálin

Egill Helgason
Fimmtudaginn 26. september 2013 16:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er merkilegt að Gísli Marteinn Baldursson skuli hverfa úr borgarpólitíkinni þar sem hann hefur verið af áhuga og ástríðu. Ef ekki er rúm fyrir menn eins og Gísla þar, ja, þá erum við í vondum málum.

Ég þvertek svosem ekki fyrir það að það sé betra að vera í sjónvarpinu en í pólitíkinni – þetta er ekki góður tími til að vera í stjórnmálum.

Gísli talar í kveðjubréfi til vina og stuðningsmanna um „haturspólitík“ – það er það sem hann hefur ekki stundað.

Þvert á móti hefur hann verið málefnalegur og unnið með meintum pólitískum andstæðingum um framgang hugmynda sem báðir aðilar eru sammála um.

Þannig studdi Gísli nýtt aðalskipulag fyrir Reykjavík sem horfir til mikilla framfara. Þar er áhersla lögð á þéttingu byggðar og auðveldari för gangandi og hjólandi fólks.

Sumir í flokki Gísla láta eins og þetta sé argasti sósíalismi, en svo er auðvitað ekki. Þetta er í anda áherslna sem tíðkast í nútímalegu borgarskipulagi þar sem er lögð áhersla á að sóa hvorki tíma borgaranna né orku – umhverfismál er nefnilega ekki kommúnismi.

Í þessum anda starfa til dæmis tveir frægir borgarstjórar sem seint verða taldir vinstri menn, Boris Johnson í London og Michael Bloomberg í New York.

Annars er Gísli boðinn velkominn aftur á RÚV. Ég er viss um að hann á eftir að skila góðu starfi þar – rétt eins og hann gerði í fyrri vist sinni á stofnuninni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur tekinn við af Hildi

Ólafur tekinn við af Hildi
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Rétt mál, herre gud!

Svarthöfði skrifar: Rétt mál, herre gud!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð