fbpx
Miðvikudagur 03.september 2025
Eyjan

Sérlega vondur fréttaflutningur

Egill Helgason
Fimmtudaginn 26. september 2013 11:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég verð að viðurkenna að ég hef horn í síðu ákveðinna tegunda af fjölmiðlun.

Það eru til dæmis fríblöð. Mér hefur yfirleitt virst að þau séu einskis virði.

Og svo eru það sjónvarpsstöðvar sem senda út fréttir allan sólarhringinn. Ég hef aldrei skilið þörfina á því – vitlausast var þó þegar reynt var að opna slíka stöð á Íslandi þar sem aldrei gerist neitt.

Við getum ímyndað okkur hvernig fréttirnar hefðu verið í gær: Afsökunarbeiðni til Hannesar og týndi flugvélakötturinn. Aftur og aftur, allan daginn.

Hér er ágætt dæmi um hvað fréttamiðlun allan sólarhringinn getur verið vond og afspyrnu heimskuleg. Þetta er frásögn CNN af skotmanni í Washington – dregin sundur í saman í háði af Jon Stewart. Það sem er reyndar verst í þessu er að stjórnendum fréttastöðvarinnar er alveg sama um hvort fréttirnar eru réttar eða rangar, eins og Stewart bendir á – þeir eru bara að hugsa um áhorfstölur.

Hér má sjá þessa umfjöllun – þetta er afar lærdómsríkt. Fréttamenn CNN gera sig að algjörum fíflum.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur tekinn við af Hildi

Ólafur tekinn við af Hildi
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Að anda ofan í hálsmál sakborninga

Ágúst Borgþór skrifar: Að anda ofan í hálsmál sakborninga
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Allir höfðu skoðun á hálsklútnum“ segir Halla, stelpan úr Kópavogi

„Allir höfðu skoðun á hálsklútnum“ segir Halla, stelpan úr Kópavogi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ágúst Ólafur færir sig frá borginni eftir stutt stopp yfir í menntamálaráðuneyti

Ágúst Ólafur færir sig frá borginni eftir stutt stopp yfir í menntamálaráðuneyti
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna