fbpx
Miðvikudagur 03.september 2025
Eyjan

Bókabúðir á Nýja Englandi

Egill Helgason
Miðvikudaginn 25. september 2013 04:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hef verið á ferðalagi á Nýja Englandi. Þetta er í raun eitthvert menningarlegasta svæði sem ég hef komið á. Ég fór út á Cape Cod, það er frábært að sjá hvernig gömul byggð er þar varðveitt. Hús eru byggð í klassískum timburhúsastíl svæðisins, í miklu samræmi við náttúruna. Þarna skiptast á sandöldur, langar strendur og skógar, þetta er auðvitað mikið ferðamannasvæði og kannski betra að vera á ferðinni núna, eftir að aðalferðamannatíminn er liðinn.

Boston er svo sérlega aðlaðandi borg, menningar- og skólaborg, full af ungu fólki, skemmtilegum veitingahúsum og menningarviðburðum. Þetta er ein þeirra borga í Bandaríkjunum þar sem er hægt að ganga hverfi úr hverfi, fræg eru brúnu múrsteinshúsin í Back Bay og gamla byggðin á Beacon Hill, en við erum á hóteli sem er rétt hjá frægum hafnaboltavelli sem nefnist Fenway Park.

Hótelið stendur við stórt torg, við fyrstu sýn virðast húsin vera gömul, en þegar maður gáir betur eru þau byggð í gömlum stíl, þannig að sumt minnir jafnvel á byggingar í París. Á miðju torginu er nútímaleg strætóstöð með léttu burðarvirki – merkilegt er að þetta er frekar þokkafullt.

Ég hef verið að leika mér að taka myndir af bókabúðum á Nýja Englandi. Þær eru víða, ekki allar stórar, en margar mjög fallegar. Bókabúðir toga í mig hvert sem ég fer, líka Barnes & Noble búðin sem er hérna hinum megin við torgið. Því miður hafa þær víða verið að týna tölunni.

 

1374309_10151957363565439_1879085955_n

En hér er til dæmis Brattle bókabúðin í miðborg Boston. Hluti starfseminnar er utandyra. Þarna má sjá myndir af rithöfundum, maður ber kennsl á W.B. Yeats, Kafka, Marquez, Dr Seuss, William Burroughs, James Joyce, Isaac Asimov, Toni Morrison og Nathaniel Hawthorne.

563091_10151963316005439_536777704_n

Og svo er hérna pínulítil bókabúð í Plymouth – staðnum þar sem pílagrímarnir svokölluðu settust að þegar þeir komu til Nýja Englands. Þar eru nokkur af elstu húsum í Bandaríkjunum.

 

1234993_10151932021992718_243298417_n

Loks er hér mynd af bókabúð í bænum Wellfleet á Cape Cod. Hún var eiginlega lengst úti í skógi þessi búð.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur tekinn við af Hildi

Ólafur tekinn við af Hildi
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Að anda ofan í hálsmál sakborninga

Ágúst Borgþór skrifar: Að anda ofan í hálsmál sakborninga
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Allir höfðu skoðun á hálsklútnum“ segir Halla, stelpan úr Kópavogi

„Allir höfðu skoðun á hálsklútnum“ segir Halla, stelpan úr Kópavogi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ágúst Ólafur færir sig frá borginni eftir stutt stopp yfir í menntamálaráðuneyti

Ágúst Ólafur færir sig frá borginni eftir stutt stopp yfir í menntamálaráðuneyti
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna