fbpx
Miðvikudagur 03.september 2025
Eyjan

FKK og myndin af Merkel

Egill Helgason
Þriðjudaginn 24. september 2013 21:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er auðvelt að gleyma því að hin stórmerka stjórnmálakona Angela Merkel er uppfóstruð í kommúnistaríki – hún lifði undir kommúnisma í 36 ár. Það er allnokkuð.

Og þarafleiðandi er hún alin upp við allt öðruvísi menningu en jafnaldrar hennar í vestrinu. Það er ansi stór munur þar á.

Ég kom nokkrum sinnum til Austurblokkarinnar eins og það hét þá, til kommúnistaríkjanna í Austur-Evrópu – það var að sumu leyti eins og fara á aðra pánetu. Allt var svo furðulega framandlegt. Og maður fær stundum þessa tilfinningu þegar maður skoðar myndir úr gamla austrinu – ég verð að viðurkenna að ég get skoðað þær tímunum saman.

Ég hef líka gaman af myndinni af Merkel og tveimur vinkonum þeirra þar sem þær eru naktar á strönd. Þetta þótti ofurvenjulegt í Austur-Þýskalandi, í raun var ein helsta skemmtun íbúanna frjálslegt stripl. Það er heldur ekkert klámfengið við myndina, þótt reyndar séu uppi ákveðnar kenningar um að kynlífið hafi verið betra í austrinu en fyrir vestan. Kannski var bara meiri tími og fátt annað til að glepja.

Núdismi hefur reyndar alltaf verið sterkur í Þýskalandi. Ég man eftir núdistaæði sem gekk yfir Enska garðinn í München þegar ég dvaldi þar sem ungur maður. Eftirminnileg sýn frá þeim tíma er nakinn maður og skeggjaður, í sandölum, að lesa blað í strætisvagni. Enginn kippti sér upp við það.

FKK var skammstöfunin yfir hreyfingu núdista – fullu nafni heitir það Freikörperkultur. Ekki auðvelt að þýða það. Nektarstrendur voru mjög útbreiddar, ekki síst í Austur-Þýskalandi. En nú mun núdisminn ekki vera nema svipur hjá sjón.

bilde

Nú vantar bara nektarmynd af Obama, því eins og Bob Dylan söng: „Even the president of the United States/Sometimes must have to stand naked.“

Viðbót: Nú er sagt að myndin sé kannski ekki af Merkel. En það breytir ekki miklu, þetta er fjarskalega skemmtilegt fyrir því. Kannski gæti þetta orðið til þess að efla FKK, sem er langt frá því að hafa fyrri styrk í Þýskalandi.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur tekinn við af Hildi

Ólafur tekinn við af Hildi
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Að anda ofan í hálsmál sakborninga

Ágúst Borgþór skrifar: Að anda ofan í hálsmál sakborninga
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Allir höfðu skoðun á hálsklútnum“ segir Halla, stelpan úr Kópavogi

„Allir höfðu skoðun á hálsklútnum“ segir Halla, stelpan úr Kópavogi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ágúst Ólafur færir sig frá borginni eftir stutt stopp yfir í menntamálaráðuneyti

Ágúst Ólafur færir sig frá borginni eftir stutt stopp yfir í menntamálaráðuneyti
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna