fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Eyjan

Ósamhljómurinn í stjórnarsamstarfinu og fylgi stjórnarflokkanna

Egill Helgason
Sunnudaginn 15. september 2013 22:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eyjan vitnar hér til hliðar í samtal sem við Sigurjón M. Egilsson áttum í morgun í ágætum þætti hans, Sprengisandi.

Þarna er tæpt á nokkrum hlutum sem bar á góma, við vorum svosem ekkert sérlega fræðilegir í þessu spjalli, fórum út um víðan völl.

En eins og segir þarna hlýtur maður að velta fyrir sér muninum sem er á málflutningi stjórnarflokkanna. Margir sjálfstæðismenn kjósa reyndar að þegja til að rugga ekki bátnum í stjórnarsamstarfinu, en aðrir eru farnir að tala opinskátt um að ekki komi til greina að nota stórar fjárhæðir til að lækka skuldir sumra heimila.

Þegar þetta loforð er annars vegar er einblínt á Framsóknarflokkinn. Það stendur upp á hann að skila því. Sjálfstæðisflokkurinn er eiginlega stikkfrí. Hann mun ekki tapa fylgi vegna tafa á efndum – eða hreinna vanefnda.

Reyndar er það svo að fylgi Sjálfstæðisflokksins þokast upp í skoðanakönnunum en fylgi Framsóknar leitar niður.

Þetta veikir Framsóknarflokkinn í stjórnarsamstarfinu og því fremur sem fylgið lækkar meira. Það er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn ætlar ekki að sætta sig við það lengi að vera flokkur með langt undir 30 prósenta fylgi, eins og hann hefur verið í undanförnum tvennum kosningum.

Því er líklegt að forysta flokksins gráti fylgistap Framsóknar þurrum tárum. Á síðustu mánuðunum fyrir kosningar hirti Framsókn mikið fylgi frá Sjálfstæðisflokknum.

Hitt er svo líka að Sjálfstæðisflokkurinn kann því illa að vera í ríkisstjórn án þess að eiga forsætisráðherrann. Dæmið frá 2004 til 2006 er til marks um það. Ef illa gengur með kosningaloforð Framsóknar og fylgisbilið milli flokkanna eykst, er ekki ólíklegt að sjálfstæðismenn fari að þrýsta á um að þeir fái forsætisráðuneytið.

Í þeirri pólitík sem á Íslandi er stunduð veltur þetta kannski mikið á sambandinu milli formanna flokksins. Við erum vön því að hafa tvíeykisstjórnir – Davíð/Halldór, Geir/Ingibjörg, Jóhanna/Steingrímur og nú Sigmundur/Bjarni.

En munurinn sem er á orðræðu forsætisráðherrans og fjármálaráðherrans bendir ekki til þess að þeir séu samstiga. Það er svolítið eins og Bjarni ætli að vera hinn ofurábyrgi og samansaumaði vörður ríkisfjármálanna meðan Sigmundur virkar eins og örlátur maður sem vill allt fyrir alla gera.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríkin lyfta löngutöng

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríkin lyfta löngutöng
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Var með doða í öðru heilahvelinu eftir námið

Séra Örn Bárður Jónsson: Var með doða í öðru heilahvelinu eftir námið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Skrímsladeildin stýrir nú Sjálfstæðisflokknum með hjálp önugra gamlingja

Orðið á götunni: Skrímsladeildin stýrir nú Sjálfstæðisflokknum með hjálp önugra gamlingja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB