fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Eyjan

Stórsöngkona frá Vesturheimi

Egill Helgason
Föstudaginn 23. ágúst 2013 23:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meðal efnis sem við Ragnheiður Thorsteinsson og Jón Víðir Hauksson tókum upp í Vesturheimi í vor var söngur Christine Antenbring.

Hún er stórkostleg söngkona, með mikla rödd og tjáningu.

Christine er af íslenskum ættum. Hún átti söngferil, en gerði hlé á honum, meðal annars vegna barneigna. Þegar hún sneri aftur hafði rödd hennar breyst, hún var orðin stærri og hljómmeiri. Telst vera mezzósópran.

Christine söng fyrir okkur Draumalandið eftir Sigfús Einarsson, þá elskuðu söngperlu, og Ave Maria eftir Kaldalóns. Hún hefur sérstaklega verið að stúdera íslensk sönglög ásamt eiginmanni sínum og undirleikara Mikhail Hallak.

Hún söng Draumalandið í Carnegie Hall í New York í mars síðastliðnum við rífandi undirtektir.

Christine Antenbring syngur í Hörpu á Menningarnótt klukkan 20. Það verður enginn svikinn af því að fara og hlýða á söng hennar. Á efnisskránni eru íslensk lög.Söng hennar má svo heyra í þáttum okkar frá Vesturheimi í Sjónvarpinu síðar í vetur.

 

christine

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stjórnarandstaðan krossleggur lappir og þykist óspjölluð og hrein – talar gegn lýðræði

Svarthöfði skrifar: Stjórnarandstaðan krossleggur lappir og þykist óspjölluð og hrein – talar gegn lýðræði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling