fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Eyjan

Að byggja hátt – í besta umhverfi heims

Egill Helgason
Föstudaginn 19. júlí 2013 19:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnuarkitektinn Richard Rogers er í skemmtilegu viðtali í tölublaði af Evening Standard sem ég tók með mér frá London.

Rogers verður áttræður 23. júlí, hann hefur teiknað margar frægar byggingar, meðal annars Pompidou-listamiðstöðina í París og Lloyds-bankann í London.

Rogers er mikill áhugamaður um stórborgir þar sem margskonar fólk og margháttuð menning mætist. Hinar stóru fjölmenningarlegu borgir eru eitt helsta einkenni nútímans, og þar er mikil gerjun, nýsköpun og oft mikið ríkidæmi.

London er dæmi um slíka borg – Rogers segir að hún hafi batnað mikið á síðustu áratugum. Það sé auðveldara að ganga um hana – og hjóla, eins og hann gerir sjálfur.

Það hafa verið byggð mikil háhýsi í fjármálahverfinu City, en bílastæðum er samt ekki bætt við. Hæsta hús í Evrópusambandinu, The Shard, er byggt ofan á lestarstöð, segir Rogers.

Hann er þeirrar skoðunar að rétt sé að byggja upp í loftið í borgum framtíðarinnar. Lyftur séu umhverfisvænni en vegir.

Rogers segist hafa miklu meiri ástríðu fyrir borgum en fyrir þjóðum. Samkeppni milli borga sé miklu siðfágaðri en milli þjóða – og hann segist trúa því að þétt, fjölmenningarleg og kraftmikil borg eins og London sé einfaldlega besta umhverfi sem hægt sé að hugsa sér í heiminum.

3510_0085_2_design

Fyrir miðri mynd er stórbyggingin Leadenhall sem er hönnuð af Richard Rogers. Byggingin er í daglegu tali kölluð Rifjárnið. Húsið, sem stendur í City í London, verður tekið í notkun á næsta ári. Það er 225 metra hátt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Ásgeir Jónsson eins og Neró – skítt með brunann

Orðið á götunni: Ásgeir Jónsson eins og Neró – skítt með brunann
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Gamalkunnur söngur bankanna ómar – þarf kannski bara að breyta leikreglunum?

Orðið á götunni: Gamalkunnur söngur bankanna ómar – þarf kannski bara að breyta leikreglunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn