fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Eyjan

Þjóðlegt en ekki mjög gott

Egill Helgason
Miðvikudaginn 17. júlí 2013 09:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður óttast helst að eftir för Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar til Evrópu og yfirlýsingar hans á evrópskum vettvangi, verði það talið til marks um þjóðhollustu og ást á fullveldi íslensku þjóðarinnar að éta makríl.

Ég sá að strax í gærkvöldi var Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, farinn að setja inn makríluppskriftir á Facebook-síðu sína.

Vandinn er sá að makríll er afar vondur matfiskur, feitur, olíukenndur og slepjulegur. Í raun er hann nánast óætur. Þó er hægt að leggja sér hann til munns reyktan, en þá helst ekki oftar en svona einu sinni til tvisvar á ári.

En nú þarf þjóðin að standa sig í stykkinu. Ég sé hjá Frosta að makríllinn er borðaður inni í brauði, líkt og pylsa. Frosti stingur upp á nafninu „mulsa“. Það gæti kannski dugað til að deyfa bragðið af fiskinum – rétt eins og gert er með SS-pylsurnar sem eru ætar ef passað er upp á að þær séu í brauði og löðrandi í sósum.

„Mulsurnar“ gætu auðvitað orðið mjög drjúgar fyrir þjóðina ef Evrópusambandið fer að beita okkur viðskiptaþvingunum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi