fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Eyjan

Stjórnskipulegur óskapnaður

Egill Helgason
Mánudaginn 8. júlí 2013 23:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er alveg rétt hjá Sigurði G. Guðjónssyni að það þýðir ekki að stjórna landi með því að reglulega sé efnt til undirskriftasafnana á netinu og skorað á forseta Íslands að undirrita ekki hin eða þessi lögin.

Stjórnskipulega er þetta algjör óskapnaður.

Mismunandi hópar reyna að ganga í augun á forsetanum með hugmyndir sínar, hann vegur og metur eftir sínu lagi – eða kannski duttlungum.

Stundum hentar það forsetanum pólitískt að neita að skrifa undir lög, stundum hentar það ekki.

Næst gætum við reyndar fengið forseta sem hefði allt aðrar hugmyndir um hvernig og hvort eigi að beita þessu valdi.

Ef við viljum hafa beint lýðræði þarf að búa því einhvern farveg sem vit er í, að undirskriftasafnanir fari fram eftir settum reglum, hver eigi að vera prósenta kjósenda til að þjóðaratkvæði komi til greina, hvaða málefni henti í þjóðaratkvæðagreiðslur.

Verði þetta ekki gert er hætt við að þessi áköll til forsetans leysist upp í farsa – og líka skiptin þegar hann tekur ábúðarmikill við áskorununum – nema þá að verði sjálfhætt þegar og ef menn missa trúna á þessari leið. Það gæti gerst fyrr en varir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi