fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Eyjan

Hin köldu sumur æsku minnar

Egill Helgason
Laugardaginn 6. júlí 2013 23:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þau eru eftirminnileg sumur æskunnar, líka þegar veðrið var vont.

Ég ólst upp á kuldaskeiði. Stuttbuxnadagar voru fáir. Ég á reyndar minningu um að hafa verið að busla klæðalítill í gosbrunni sem var í Hallargarðinum.

Hann var fjarlægður skömmu síðar – það var á árum þegar reglan var frekar sú að taka burt það sem fólki þótti skemmtilegt.

Ég var í sveit í Dölunum sumarið 1969. Þetta er eitt mesta kalsa- og rigningarsumar allra tíma. Ég held það hafi aldrei stytt upp.

Ég man svo eftir einstaka sólarglennu – það var til dæmis gott veður 17. júní 1975, þá voru allir að fíla Sumar á Sýrlandi.

Við Krummi vinur minn vorum í byggingavinnu við elliheimilið Grund 1979. Við vorum í úlpum allt sumarið – við og við gekk á með éljum. Það var viðeigandi því  útvarpssagan sem við hlustuðum á við vinnuna þetta sumar fjallaði um kapphlaup Scotts og Amundsen á Suðurpólinn.

Sumarið 1983 keyrði svo um þverbak. Þá voru stórir skaflar á götunum langt fram eftir sumri. Veðrið varð aldrei nógu hlýtt til að bræða þessar snjófyrningar.

Einstöku sinnum fór maður norður og austur og kynntist alvöru veðurblíðu. Ég fór til dæmis tvívegis á skemmtanir í Atlavík – það var eins og að vera í útlöndum. Allt var svo milt og mjúkt.

Nokkru seinna kom hlýskeið suðvestanlands. Þá var ég orðinn fullorðinn. Síðasta áratuginn hafa sumurin verið blíð og góð. En það þarf ekki mikið til að breyta þessu. Vindurinn leggst í aðra átt og allt verður eins og var í æsku minni, sama skítaveðrið.

 

GASI0907

Í Hallargarðinum var eitt sinn gosbrunnur. En hann var fjarlægður, eins og margt sem borgarbúum þótti skemmtilegt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi