fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Eyjan

Nefnd hinna umdeildu þingmanna

Egill Helgason
Laugardaginn 6. júlí 2013 14:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er spurning hvort það sé gert með ásettu ráði að setja saman hóp umdeildustu þingmannanna og láta hann fá það verkefni að koma með tillögur um niðurskurð í ríkisrekstrinum.

Er kannski álitið að þetta fólk hafi engu að tapa?

Í hópnum eru þingmenn sem hafa virst meðal þeirra reiðustu sem sitja á Alþingi. Það á kannski að reyna að virkja reiðina?

En þetta er býsna vandasamt verkefni. Þingmaður eins og Ásmundur Einar Daðason mun varla leggja til niðurskurð í landbúnaðarkerfinu.

Heilbrigðismálin eru náttúrlega langstærsti útgjaldaliður ríkisstjórnarinnar. En það er varla hægt að skera meira niður þar. Vigdís Hauksdóttir hafði líka uppi miklar heitstreningingar um það í aðdraganda kosninganna að heilbrigðismálin ættu að vera í fyrsta sæti og reyndar líka um að öldruðum og öryrkjum yrðu bættar tekjuskerðingar.

Það er sjálfsagt hægt að klípa eitthvað af listamannalaunum – listamenn eru nánast hlægilega taugaveiklaðir vegna Vigdísar – spara pínu með því að hætta að ræða við ESB, jú og kannski má taka eitthvað af hinum og þessum stofnunum. En þetta eru smáupphæðir miðað við stóru útgjaldaliðina.

Ríkisstjórnin hefur fengið þriggja vikna frestun á því að skila fjárlögum. Miðað við það sem nú er að gerast virðist nokkuð langt í að hægt verði að standa við loforð um skattalækkanir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi