Það eru komnar 35 þúsund undirskriftir. Þær yrðu ábyggilega fleiri ef almennilegur kraftur væri settur í söfnunina.
70 prósent þjóðarinnar segjast vera á móti lækkun veiðigjalda – sem voru lækkuð enn meira í þinginu í dag.
Þetta hlýtur að teljast gjá milli þings og þjóðar.
En eru landsmenn spenntir yfir því hvort Ólafur Ragnar neitar að skrifa undir frumvarpið.
Nei, ekki sérlega.
Nokkuð er einsýnt hvernig það verður.