Eitt af því sem nýja ríkisstjórnin er að komast að er að það eru engar patentlausnir í boði til að koma af stað hagvexti.
Við sjáum ákveðin vöxt í ferðaþjónustunni, fáum sennilega ívið minna fyrir fiskinn en í fyrra, vonum að makríllinn haldi áfram að skila sér, en áliðnaðurinn er í lægð.
Ketill Sigurjónsson orkubloggari fjallar um hið síðastnefnda í nýrri grein.
Ketill fjallar um eigendaskipti á Alcan sem reyndust vera hinn versti díll fyrir Rio Tinto. Þetta stórfyrirtæki hefur neyðst til að rifa seglin í áliðnaði, eitt af því sem gerist er að stækkun álversins í Straumsvík verður mun minni en stóð til.
Ketill telur líka að langt sé í að álver rísi í Helguvík. Það tengist ekki einungis orkuöflun á Íslandi og lágu heimsmarkaðsverði á áli, heldur veltir hann því fyrir sér hvort álverið í Helguvík hafi máski endað vestur í Kentucky?
Grein Ketils má lesa með því að smella hér.