Það er umhugsunarefni þegar þingmenn telja sig vera fulltrúa ákveðinna hagsmuna á þingi, eins og nýr þingmaður Framsóknarflokksins, Páll Jóhann Pálsson.
Hann segir fullum fetum að hann sé fulltrúi útgerðarinnar á þingi.
En var hann kosinn til þess?
Í gamla daga þótti ekki óeðlilegt að þingmenn væru fulltrúar hagsmuna. Bændur áttu sína menn á þingi, útgerðin já, og verkalýðshreyfingin.
En þetta hefur verið að breytast mikið. Það er afar sjaldgæft að þingmenn líti á sig sem varðmenn þröngra hagsmuna og meðal kjósenda hefur ekki virst að sérstakur áhugi sé fyrir slíku.