fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Eyjan

Þungt í mörgum sjálfstæðismönnum, en Stefán nokkuð hress

Egill Helgason
Sunnudaginn 30. júní 2013 22:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki alveg svo að andstaðan við ríkisstjórnina komi einungis frá þeim sem studdu síðustu ríkisstjórn. Því fer eiginlega fjarri.

Maður finnur mjög sterkar efasemdir innan Sjálfstæðisflokksins.

Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður flokksins, skrifar í Fréttablaðið í gær að ríkisstjórnir hafi ekki lent í jafn krappri vörn á fyrstu dögum sínum í annan tíma.

Viðskiptablaðið skrifar um skuldaniðurfellingaloforð í leiðara 27. júní:

„Þetta er blindgata. Og Sjálfstæðisflokkurinn ber um leið ábyrgð sem samstarfsflokkur í ríkisstjórn ef hann samþykkir þessa vitleysu.

Samtök atvinnulífsins, sem voru í eindreginni stjórnarandstöðu á síðasta kjörtímabili, vara líka sterklega við þessum aðgerðum – sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir einhverjar umfangsmestu aðgerðir í þágu heimilanna í heiminum öllum.

Vef-Þjóðviljinn heldur uppi harðri gagnrýni á stjórnina, nú síðast vegna frumvarps sem gefur hagstofunni víðari heimildir til að leita fjárhagsupplýsinga og vegna áforma félagsmálaráðherra sem Vef-Þjóðviljinn segir að feli í sér að „þeir ellilífeyrisþegar sem standa best fá mesta hækkun bóta“.  Vef-Þjóðviljanum verður einnig tíðrætt um skuldaniðurfellingar og líst illa á, segir að „íslenska ríkið ætli nota skuldbindingar sem það getur ekki staðið við til að greiða skuldir fólks úti í bæ“.

En annars staðar er orðinn ákveðinn viðsnúningur. Einn harðasti verjandi síðustu ríkisstjórnar er farinn að hallast á sveif með Framsókn. Það er Stefán Ólafsson, en honum liggur gott orð til  til aðgerða félagsmálaráðherra þar sem eru afnumdar skerðingar frá árinu 2009 og líka til hugmynda Framsóknar um aðgerðir í þágu skuldsettra heimila.

Stefán skrifar:

„Góður árangur í skuldaafskriftum mun greiða fyrir hagvexti í framtíðinni og kjarabótum fyrir heimilin.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi