fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Eyjan

Gamaldags valdabrölt

Egill Helgason
Laugardaginn 29. júní 2013 16:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brölt Davíðs Oddssonar í kringum Ríkisútvarpið snýst um valdabaráttu og ekkert annað. Styrkur Davíðs hefur alltaf legið í því að hann er snjall áróðursmaður – það er í raun það sem einkennir allan pólitískan feril hans.

Og nú beinir hann spjótum sínum að Ríkisútvarpinu. Hann vill það beinlínis feigt.

Öðruvísi var það 2003 þegar Baugsmálið stóð sem hæst. Þá vildi Davíð ekki losna við Ríkisútvarpið, hann gat ekki hugsað sér það:

„Meira að segja harðir einkavæðingarmenn eins og ég geta ekki hugsað sér að einkavæða Ríkisútvarpið. Það segir allt sem segja þarf um þennan markað þannig að samkeppnin leysir ekki þetta mál, því miður.“ 

En nú hefur Ríkisútvarpið tekið við af Baugi sem höfuðóvinurinn og viðhorfið er annað, enda Davíð farinn að ritstýra blaði sem berst fyrir grjóthörðum hagsmunum.

Í aðra röndina er þetta auðvitað tilraun til að kúga menn til auðsveipni. Spjótunum er sérstaklega beint að Páli Magnússyni útvarpsstjóra og Óðni Jónssyni fréttastjóra og sífellt hamrað á því að þeir séu einhvers konar pólitískir agentar.

Sem þeir eru ekki. Báðir eru fagmenn fram í fingurgóma. Aldrei hef ég heyrt þá tala um mál á flokkspólitískum nótum, enda held ég að þeir séu í þeim stóra hópi fólks sem bindur ekki trúss sitt við stjórnmálaflokka. Og svona er þetta almennt á Ríkisútvarpinu, flokkapólitíkin er skilin eftir fyrir utan – flestir gera sér grein fyrir því að hún á ekki heima þar. Starfsfólkið vinnur almennt af heilindum og gerir sér grein fyrir því að það fylgir því ábyrgð að starfa á Ríkisútvarpinu.

En ef öðru er haldið fram nógu lengi og oft síast það kannski inn og verður að einhvers konar sannlíki. Þannig virka áróðurs- og rógsherferðir.

Eins og ég segi snýst þetta fyrst og fremst um völd – og um að kveða niður gagnrýnisraddir sem kunna að vera óþægilegar.

Hér eru glefsur úr gömlu bréfi sem varpar dálitlu ljósi á þessi viðhorf sem maður hélt kannski að væru orðin úrelt, en fyrirfinnast máski ennþá – nefnilega gamaldags valdabrölt. Þetta er úr dagbókum Matthíasar Johannessen sem má finna á netinu. Matthías birtir orðrétt upp úr bréfi:

„Maí 1974 – ódagssett
Hef fengið dálítið íhugunarvert bréf frá Hrafni Gunnlaugssyni, kvikmyndastjóra, sem nú er í Stokkhólmi.

Hann segir að fóstbróðir sinn, Davíð Oddsson, hafi sagt sér í bréfi nýlega að mér hafi sárnað “fljótfærnisbréf það er ég skrifaði þér í febrúar” og hefði ég trúlega verið sjálfum mér líkur, skrifað út frá eigin hugrenningum án útskýringa eða samhengis, þannig að mestu spekingar hefðu fengið allt annað út úr bréfinu en til var stofnað, þó þeir hafi verið allir af vilja gerðir að sjá það í réttu ljósi.”

— — —

Og þá snýr hann sér að ástandinu hér á Íslandi og segir:

“En hvað er þá að gerast á Íslandi spyr maður sjálfan sig. Jú, við áttum útvarpsráðsmeirihluta í áratugi, á meðan varð útvarpið rautt – við erum í minnihluta í dag, þá er útvarpið orðið eldrautt. Allt virðist stefna í sömu átt og í Svíþjóð. Við leyfum eyðileggingaröflunum að vaða uppi til að kaupa okkur smá frið. En höfum við hugfast: þeir vinna stöðugt af okkur land og hafa ekki tapað einum fermetra, frekar en Björninn bak við járntjaldið.

Því miður virðist ríkja algjört sinnuleysi í okkar röðum, ef þú og örfáir menn á Mbl. eru undanskildir, okkar menn líta á útvarpsráð sem bitling, Þjóðleikhúsráð sem snobb, en skilja ekki að þeir eru í útvarðsstöðu, þar sem baráttan á að vera hörðust og þar sem úrvalsliðið á að stöðva fjandmanninn….

Við verðum því að safna liði og hefja sókn. Ég hef sjálfur reynt að byggja upp tengsl við góða og hugrakka drengi sem ég veit að vilja berjast og þora. Þú manst eflaust enn þegar ég kom með Davíð Oddsson í fyrsta sinn upp á skrifstofu til þín, og Baldur Hermannsson á eftir að reynast fallbyssupenni þegar fram í sækir. Rúnar (Gunnarsson, á sjónvarpinu) á einnig eftir að fylgja okkur eftir gegnum þykkt og þunnt, þannig mætti nefna fleiri, en við verðum að byggja upp breiðfylkingu og standa saman.

Ég lít á þig sem kjörinn foringja til að safna liðinu um…..Staðreyndin er að þeir óttast að við stöndum saman, því þeir vita að þar fer herfylking en ekki “the lonesome rider”.“

Margt í þessu bréfi gekk eftir – Hrafn Gunnlaugsson,  Baldur Hermannsson og Rúnar Gunnarsson urðu til dæmis allir dagskrárstjórar á Sjónvarpinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi