fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Eyjan

Viðurstyggð eyðileggingarinnar

Egill Helgason
Föstudaginn 28. júní 2013 13:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mörg falleg hús hafa verið eyðilögð í Reykjavík, en við höfum líka verið iðin við að skemma inniviði húsa.

Mér verður oft hugsað til gamla Mímisbars sem var á Hótel Sögu. Hann var eins og út úr einni af fyrstu James Bond myndunum, með lofti þar sem blikuðu stjörnur. Maður beið eiginlega eftir því að Frank Sinatra kæmi og hæfi upp raust sína – en auðvitað var það Raggi Bjarna sem skemmti, hver annar?

Hér er mynd af öðrum sal sem var eyðilagður.

Þetta er Nýja bíó árið 1920. Það er í glæsilegum stíl sem minnir á art deco. Svona var húsið enn þegar ég fór þarna í bíó, anddyrið var líka einstaklega fallegt með glæsilegum speglum og stórum stigagangi.

En svo komust vandalar í þetta. Allar innréttingarnar voru rifnar út á níunda áratugnum. Loks var allt málað svart og staðurinn kallaður Tunglið. Hann var vinsæll um tíma, en mér fannst alltaf ömurlegt að koma þangað inn og sjá viðurstyggð eyðileggingarinnar.

Að lokum brann húsið. Það var endurbyggt að hluta til fyrir nokkrum árum, en allur gamli sjarminn er á bak og burt.

Myndina er að finna á Facebook-síðunni 101Reykjavik.

155178_490898007594889_333413871_n

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi