fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Eyjan

Ólafur Ragnar og Gunnar Bragi til Þýskalands

Egill Helgason
Fimmtudaginn 20. júní 2013 07:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Obama Bandaríkjaforseti er í Berlín, hann kom fram á stórum fundi við Brandenborgarhliðið í dag. Obama ræðir við Angelu Merkel um fríverslunarsamning milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins.

Brátt kemur til Berlínar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. Þetta er opinber heimsókn, Ólafur Ragnar hefur reyndar ekki mikið látið sjá sig í ríkjum Evrópusambandsins, en ferðirnar til Kína hafa verið ansi tíðar.

Ólafur Ragnar og utanríkisráðherrann Gunnar Bragi Sveinsson koma til Berlínar á nokkrum tímamótum, þegar gert hefur verið hlé á aðildarviðræðum við Evrópusambandið – eða er kannski búið að slíta þeim?

Það eru eiginlega tvær spurningar sem vakna helst á þessum tímapunkti.

Munu Ólafur Ragnar og Gunnar Bragi skýra út fyrir leiðtogum Þýskalands að Evrópuríki séu ekki fullvalda – nema þá Ísland?

Og mun Ólafur Ragnar nefna það við Þjóðverjana að þeir hafi raun ekki viljað fá Ísland inn í Evrópusambandið?

Meðal þeirra sem þeir félagarnir hitta líklega í Berlín er Guido Westerwelle utanríkisráðherra – hann hafði uppi mjög stór orð um mikilvægi þess að Íslendingar gengju í ESB á bókastefnunni í Frankfurt fyrir einu og hálfu ári og vakti það reyndar ólund meðal sumra hér á Íslandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni