fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Eyjan

Óþægilegt mál á Bessastöðum

Egill Helgason
Sunnudaginn 16. júní 2013 09:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Búsetumál Dorritar Moussaieff eru dálítið eins og kusk á hvítflibba forsetans.

Þetta væri kannski ekki stórmál ef venjulegur Íslendingur ætti í hlut, reyndar væri honum sennilega bannað að gera þetta, en þarna er um að ræða sjálft forsetaembættið – og Ólafur Ragnar telur sig reyndar vera í sérstöku trúnaðarsambandi við þjóðina.

Þetta gerist á algjörum hápunkti ferils hans, á tíma þegar hann lítur á sjálfan forsætisráðherra landsins sem skjólstæðing sinn – og kemst upp með það – og hefur áður óþekkt áhrif á hina pólitísku stefnu.

Meira að segja Sjálfstæðisflokkurinn virðist borða úr lófa forsetans.

Dorrit, sú ágæta kona, hefur orðið dálítið margsaga varðandi búsetuna. Það vekur ekki sérstakt traust, en viðbrögð forsetans sýna að honum þykir þetta óþægilegt.

Menn gera því skóna að þetta bendi til þess að Ólafur Ragnar ætli að hætta um mitt kjörtímabil eins og nefnt var fyrir síðustu kosningar.

En fyrir því eru engin fordæmi. Hví ætti forseti sem hefur verið kjörinn með slíkum meirihluta og nýtur vinsælda að hætta – nema ef kæmu til sérstakar ástæður eins og heilsubrestur? Kjörtímabil er fjögur ár, forsetinn getur ekki breytt því að geðþótta.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni